Zipeline vill reisa þjónustuhús og gera minigolfvöll

ZipAk rekur fluglínubraut í Glerárgili, fimm talsins. Fluglínur þvera Glerárgil á 500 metra kafla. S…
ZipAk rekur fluglínubraut í Glerárgili, fimm talsins. Fluglínur þvera Glerárgil á 500 metra kafla. Samningur rennur út í lok september árið 2026 og er fyrirtækið nú að leita eftir nýjum samingi og til lengri tíma, t.d. til sjö ára.

Zipeline Akureyri hefur óskað eftir að reisa um 30 fermetra stórt þjónustuhús á lóð við Þingvallastræti 50. Er hugmyndin að setja húsið þar sem áður var skrifstofa fyrir leikskólann Flúðir. Er einnig gert ráð fyrir að settur verði upp minigolf völlur þar sem Pálmholt stóð.

Skipulagsráð hefur tekið jákvætt í erindið og samþykkti að senda erindið í grenndarkynningu. Forsenda uppbyggingar er að gefið verði út byggingarleyfi fyrir húsinu og að útbúinn verði tímabundinn lóðarleigusamningur með uppsagnarákvæði. Þar sem umrætt svæði er skilgreint sem íbúðarsvæði í aðalskipulagi þarf húsið að vera færanlegt.

Mínígolfvöllur

ZipAk rekur fluglínubraut í Glerárgili, fimm talsins. Fluglínur þvera Glerárgil á 500 metra kafla. Samningur rennur út í lok september árið 2026 og er fyrirtækið nú að leita eftir nýjum samingi og til lengri tíma, t.d. til sjö ára.

Zipeline hefur hug á að setja niður um 30 fermetra þjónustu hús með palli, en það kemur til landsins í heilu lagi og verður hægt að flytja það burtu síðar ef þarf. Auk þess óskar fyrirtækið eftir leyfi til að setja upp minigolf völl á malarsvæði þar sem Pálmholt stóð.

Nýjast