Mikil umferð um Akureyrarflugvöll í dag.

Vélin frá SmartWings á leið til Egyptalands    Myndir Akureyrarflugvöllur
Vélin frá SmartWings á leið til Egyptalands Myndir Akureyrarflugvöllur

Mikil umferð var um Akureyrarflugvöll í dag, þrjú millilandaflug voru til viðbótar við innanlandsflugið.

á Facebook vegg Ak-flugvallar má lesa þetta:

,,Fyrsta flug dagsins var til Hurghada í Egyptalandi á vegum Kompaní Ferða, en flogið var með vél frá flugfélaginu SmartWings. Tvö flug voru með easyJet, til Manchester og London Gatwick .  Icelandair var svo að sjálfsögðu með sitt áætlunarflug.

Áætlað er að í kringum eitt þúsund farþegar fari um Akureyrarflugvöll í dag."
 
 
 
 
 
 

 

 

Nýjast