Loftið sem er fullt af keramiki
Margir hafa séð keramikjólatré, hvort sem það er hjá mömmu, ömmu eða frænku. Ekki eru allir sem vita af því að hægt sé að kaupa og mála keramik sjálfur en Monika Margrét Stefánsdóttir rekur Keramikloftið þar sem hægt er að versla slíkar vörur og föndra.