Mannlíf

Háskólar landsins tóku fagnandi á móti gestum

Háskóladagurinn sem haldinn er árlega og er samstarfsverkefni allra háskóla á Íslandi var haldinn á fjórum stöðum á landinu þetta árið, Reykjavík, Akureyri, Egilsstöðum og Ísafirði.

Lesa meira

Tvílembingshrútar frá Hólshúsum fundust í Glerárdal eftir að hafa gengið úti í vetur

„Það var mikil gleði ríkjandi þegar þeir komu heim,“ segir Kolbrún Ingólfsdóttir sem um liðna helgi fékk tvílembingshrúta í hendur en þeir skiluðu sér ekki með móður sinni í réttina síðastliðið haust.

Lesa meira

Downs - dagurinn er i dag

Að eignast barn með Downs-heilkenni getur verið krefjandi og viðbrögð heilbrigðisstarfsfólks skipta þar öllu máli. Í tilefni af Downs-deginum í dag segir Arnheiður Gísladóttir (Addý), móðir Rúbens sem fæddist með Downs-heilkenni á Sjúkrahúsinu á Akureyri árið 2020 frá sinni upplifun.

Lesa meira

Akureyri - næsta borg Íslands

Áhrifasvæði Akureyrar er stórt en það nær um allan Eyjafjörð og að einhverju marki austur til Húsavíkur og Mývatnssveitar. Svæðið hefur vaxið hratt á síðustu árum og nú búa þar um 8% þjóðarinnar. Vöxturinn hefur verið með svipuðum hætti og á höfuðborgarsvæðinu enda hafa sveitarfélögin í nágrenni Akureyrar einnig verið í miklum vexti og mikilvægi sterkra byggða í nágrenninu er gífurlegt, því þær styrkja Akureyri og hlutverk hennar enn frekar.

Lesa meira

Ráðgjöf í málefnum fólks með heilabilun

Ný námsleið verður í boði næsta haust innan hjúkrunarfræðideildar Háskólans á Akureyri í samstarfi í félagsráðgjafadeild Háskóla Ísland.

Þetta er framhaldsnám á meistarastigi, 60 ECTS og ber heitið Ráðgjöf í málefnum fólks með heilabilun. Megininntak námsins er sérhæfing á sviði heilabilunar með áherslu á persónumiðaða, heildræna og samþætta ráðgjöf og þjónustu við fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra auk ráðgjafar og fræðslu til faghópa, almennings og stofnana. Námið er þverfræðilegt enda krefst ráðgjöf í heilabilun víðrar sýnar og samstarfs margra aðilasegir í tilkynningu.

Mikið samfélagslegt gildi

Námsleið þessi hefur mikið samfélagslegt gildi þar sem hún er unnin í samræmi við stefnumótun og aðgerðaráætlun stjórnvalda í málefnum fólks með heilabilun. Mikil þörf er á aukinni menntun og fagþekkingu í þessum málefnum í ljósi ört vaxandi hóps með heilabilun og er mikilvægt fyrir heilbrigðis og velferðarkerfið í heild. Starfsvettvangur ráðgjafa í málefnum fólks með heilabilun er talinn víðtækur en þar á meðal eru stjórnunar og ráðgjafastörf innan heillbrigðis-og velferðarkerfisins eins og innan heilbrigðisumdæma, minnismóttaka, heilsugæslu, heimahjúkrunar, félagslegrar heimaþjónustu, dagþjálfunar og hjúkrunarheimila.

Lesa meira

Ný kvikmynd um Stellurnar frumsýnd í dag

Áhugahópurinn  um varðveislu sögu togara Ú A  lætur sér ekki nægja að fjármagna smíði líkana af togurunum því aukin heldur stendur hópurinn fyrir þessari kvokmynd sem hér má sjá fyrir neðan .

Myndin segir söguna frá kaupunum á Stellunum frá Færeyjum  

Það voru þeir Sigfús Ólafur Helgason og Trausti  Guðmundur sem unnu myndina fyrir hópinn sem er leiddur eins og fram hefur komið  af Sigfúsi.

Vefur Vikublaðsins fékk góðfúslegt leyfi fyrir birtingu myndarinnar, gjörið svo vel !

https://www.facebook.com/share/v/FrQsVmZaxYvEXUEx/?mibextid=K35XfP

Lesa meira

Merkri sögu iðnaðarbæjarins verður haldið á lofti

„Iðnaðarsaga Akureyrar er merkileg og við munu leggja okkar metnað í að segja hana,“ segir Haraldur Þór Egilsson safnstjóri Minjasafnsins á Akureyri en í liðinni viku færðist rekstur Iðnaðarsafnsins yfir til Minjasafnsins. Fyrsta verkefnið er opnun ljósmyndasýningar í dag, fimmtudaginn 14. mars kl. 17. Þar verða sýndar 120 ljósmyndir frá hinum ýmsu iðnaðarfyrirtækjum sem störfuðu í bænum á árum áður. Sýningin verður í Minjasafninu en færist yfir í Iðnaðarsafnið með sumaropnun þess.

Lesa meira

Leikdómur - Bróðir minn Ljónshjarta, skemmtileg og falleg sýning

Leikfélag Hörgdæla - Bróðir minn Ljónshjarta eftir Astrid Lindgren í þýðingu Þorleifs Haukssonar í leikgerð Evu Sköld.

Leikstjóri:Kolbrún Lilja Guðnadóttir
Tónlistarstjóri: Svavar Knútur
Framkvæmdarstjóri:Kristján Blær Sigurðsson
Aðstoðarframkvæmdarstjóri:María Björk Jónsdóttir
Leikmyndahönnuður:Hafrún Bylgja Guðmundsdóttir
Ljósahönnuður:Þórir Gunnar Valgeirsson 

Lesa meira

Nýr hlaðvarpsþáttur - heilsaogsal.is / AFMÆLISÞÁTTUR Sigrún Heimisdóttir

Þátturinn að þessu sinni er sérstakur afmælisþáttur þar sem 3 ár eru liðin frá því að Heilsu- og sálfræðiþjónustan hóf starfsemi. Í þættinum lítur Sigrún Heimisdóttir, framkvæmdastjóri, yfir farinn veg, ræðir stöðuna í dag og hvert stefnan er tekin. Hún kemur með gagnleg ráð til að draga úr streitu og ræðir ferðalagið til bata. 

Lesa meira

Leikfélag Hörgdæla frumsýnir Bróðir minn Ljónshjarta

Leikfélag Hörgdæla frumsýnir  í kvöld, fimmtudagskvöldið 7.  mars verkið Bróðir minn Ljónshjarta eftir Astrid Lindgren. Sýnt er á Melum í Hörgársveit. Sýningar verða einnig um helgina, bæði laugardag og sunnudag kl. 16. Verkið verður sýnt áfram næstu helgar og um páskana.

Bróðir minn Ljónshjarta er hugljúf stríðssaga af þeim bræðrum Snúð og Jónatan. Yngri bróðirinn Snúður er dauðvona en Jónatan reynir að hughreysta Snúð með því að segja honum hvað gerist eftir dauðann. Eftir stutta jarðneska dvöl hittast bræðurnir aftur í Nangijala eins og þeir höfðu talað um. Þar er lífið himneskt eða ætti öllu heldur að vera það. En það er svikari í Kirsuberjadal sem aðstoðar það grimma í þeim heimi, Riddaranum Þengli og hans fólk ásamt eldspúandi drekanum Kötlu sem eiga sitt aðsetur í Þyrnirósadal.

Lesa meira

55 ár liðin frá Linduveðrinu

Óhætt er að segja að veðrið á Akureyri í dag sé  eins langt frá  veðrinu sem hér geisaði 5 mars fyrir 55 árum en þá gekk  Linduveðrið sem ætíð hefur verið nefnt svo yfir  Akureyri og nágranna byggðarlög.  Líklega eitt versta veður sem gengið hefur yfir og hafði í för með sér mikið tjón. 

Þak fauk af húsum, þar á meðal Súkkulaðiverksmiðjunni Lindu veðrið er líka  kennt við þann atburð.   Fjölmargir bílar skemmdust, rafmagn fór af enda kubbuðust fjölmargir rafmagnsstaurar sundir  eins og um eldspýtur væri að ræða og skólabörn lentu í hrakningum á leið úr skóla.   

Besta veður var að morgni , sunnan gola,  bjartviðri og 5 stiga hiti og hélst svo fram yfir hádegi þegar fárviðrið skall á afar snögglega en versta veðrið stóð yfir í um klukkustund,  ,,og mátti heita ófært hverjum manni," segir Sverrir Pálsson í fréttapistli sem hann sendi Morgunblaðinu.  Alþýðumaðurinn, blað jafnaðarmanna sem gefið var út á Akureyri á þessum tíma var heldur ekki að skafa utan af hlutnum og spurði á forsíðu

,,Er Akureyri Sódóma nútímans - sem drottinn var að refsa?" (sjá mynd hér  að ofan)

Mikið annríki var hjá lögreglu í veðurofsanum, en m.a. voru börn nýfarin heim í hádegismat í grunnskólum bæjarins þegar veðrið skall á og var í mörgum tilfellum óvissa um afdrif þeirra þegar þau skiluðu sér ekki heim.  Mörg barnanna leituðu skjóls í húsum hér og þar á leiðinni heim, m.a. í sundlaugarbyggingunni, íþróttahúsinu og iðnskólanum sem þá var í byggingu.  Matarhlé var ekki hafið í Gagnfræðaskólanum og voru nemendur þar kyrrsettir í skólanum þar til veður gekk niður.  Mikið kurr  varð meðal bæjarbúa vegna þeirrar ákvörðunnar sumra skólastjórnenda að senda  nemendur út í veðrið.

Þess var sérstaklega getið  getið að Steindór Steindórsson skólameistari hafi fallið í hálku í námunda við Menntaskólann og fótbrotnað illa og hafi þurft að hírast nokkurn tíma í því ásigkomulagi þar til hann fannst, aftur er það Alþýðumaðurinn sem segir frá:

,,  Slys urðu furðulítil á fólk.  Mesta slysið var að skólameistari, Steindór Steindórsson fótbrotnaði skammt frá M.A.  Bar skólameistari sig hetjulega þá er sjúkrahúsi var náð þrátt fyrir vosbúð og þjáningar.  Það var menntaskólanemi sem fyrstur kom á vettvang og hlífði hann skólameistara með líkama sínum unz fleiri komu til aðstoðar."  

 

Lesa meira

Stefnt að því að setja upp sleðabraut í Hlíðarfjalli

Óskað hefur verið eftir heimild til að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi Hlíðarfjalls, skíðasvæðisins við Akureyri. Skipulagsráð Akureyrarbæjar hefur tekið jákvætt í erindið.

Óskin er til komin vegna áforma um leggja sleðabraut frá bílastæði austan Skíðastaða og niður hlíðina til austurs. Aðeins efsti hluti brautarinnar er innan þess svæðis sem gildandi deiliskipulag nær til. Hér er um að ræða sleðabraut (Alpine Coaster) sem er vinsæl og fjölskylduvæn afþreying víða erlendis en engin slík braut hefur verið sett upp á Íslandi.

Lesa meira

Til hamingju með að vera mannleg

Sýningin Til hamingju með að vera mannleg verður sýnd í Hofi á Akureyri 16. mars næstkomandi. Hluti miðaverðs, 1000 krónur renna til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis. Sigríður Soffía  braut blað í íslenskri menningarsögu í vor sem leið þegar hún gaf út sína fyrstu ljóðabók og frumsýndi á sama tíma dansverk við ljóð bókarinnar í Þjóðleikhúsinu, ljóðabálkurinn er magnaður og oft verulega átakanlegur.

Lesa meira

10 bestu vinsælt Hlaðvarp

Akureyringurinn Ásgeir Ólafsson Lie hefur nú  tekið upp 100 þætti af hlaðvarpsþætti sínum 10 bestu en þættirnir eru teknir er upp hér á Akureyri og er  í dag einn vinsælasti þátturinn í sínum flokki á landsvísu.  

Lesa meira

Að læra að bjarga sér með takmörkuð úrræði

Á vef SAk er að finna afar fróðlegt viðtal við Jóhönnu Klausen Gísladóttur en hún starfar sem  svæfingahjúkrunarfræðingur á sjúkrahúsinu .  Jóhanna hefur tvisvar sinnum heimsótt Gambíu og starfað þar við hjálparstörf og hugur hennar er til þess að gera það að árlegum viðburði hér eftir. 

Viðtalið kemur svo hér  á eftir:

Lesa meira

Miðaldatónlist í Akureyrarkirkju: Fjölröddun frá fjórtándu öld

Klukkan 16 laugardaginn 9. mars 2024 flytur sönghópurinn Cantores Islandiae ásamt gestasöngvara og hljóðfæraleikurum Maríumessu eftir franska miðaldatónskáldið Guillaume de Machaut. 

Maríumessa Machauts er er eitt helsta meistaraverk miðaldatónlistar og framúrskarandi dæmi um sérstæða fjölröddun sinnar tíðar, sem er afar ólík þeirri fjölröddun sem síðar þróaðist í vestrænni tónlist.

 Eins og titill messunnar gefur til kynna var hún samin til heiðurs Maríu guðsmóður og ætluð til notkunar á hátíðum sem tileinkaðar voru henni innan kirkjuársins. Þetta er heillandi tónverk og mjög ólíkt kórverkum seinni alda sem oftast heyrast flutt. Fjórir hljóðfæraleikarar leika með kórnum á ýmis hljóðfæri fyrri alda sem sjaldan heyrast á tónleikasviði. Hrynur og hljómar í messunni orka sérkennilega á eyra nútímamanns og færa hann í horfinn heim og hálfgleymdan.

Efnisskrá tónleikanna má finna hér.

 

Lesa meira

Ný vettvangsakademía á Hofsstöðum

Vettvangsakademíu fyrir kennslu og rannsóknir á sviði fornleifafræði, minjaverndar og menningarferðaþjónustu verður komið upp á Hofstöðum í Mývatnssveit.  Þar verður boðið upp á fjölbreytt námskeið á meistara- og doktorsstigi og aðstöðu til þverfaglegra vettvangsrannsókna, tilrauna og þróunar til að byggja upp þekkingu á íslenskri menningarsögu og hagnýtingu hennar.

Vettvangsakademían er samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Háskólans á Hólum og Minjastofnunar og hlaut á dögunum styrk upp á 30.9 milljónir króna úr Samstarfi háskóla fyrir árið 2023. Alls var tæplega 1,6 milljarði króna úthlutað til 35 verkefna.

Rúnar Leifsson, forstöðumaður Minjastofnunar segir á vef Þingeyjarsveitar að verkefnið hafi legið í loftinu lengi en farið formlega af stað í vetur þegar sótt var um styrkinn. Stórkostlegar fornminjar séu á Hofsstöðum enda verið stundaðar fornleifarannsóknir þar nær samfellt í 100 ár. Miðstöðin sé hugsuð sem suðupottur fræðslu og rannsókna í fornleifafræði og menningarþjónustu. Hugmyndin sé ekki ný af nálinni enda hafi verið til tveir alþjóðlegir vettvangsskólar í fornleifafræði upp úr aldamótum, einn á Hólum í Hjaltadal og hinn á Hofsstöðum.

Fyrstu nemarnir með haustinu

Fljótlega verður auglýst eftir verkefnisstjóra, hann á meðal annars að útfæra og þróa starfsemi miðstöðvarinnar, gera starfsáætlun til 10 ára og finna lausnir til að gera verkefnið sjálfbært til framtíðar. Stefnt er að fyrsta tilraunanámskeiðinu á haustmánuðum og á Rúnar von á því að færri komist að en vilja enda mikil þörf fyrir aðstöðu til vettvangsnáms í fornleifafræði. Stefnt er að því að nemarnir dvelji á Hofsstöðum mánuð í senn.

Fornminjar og ferðamenn

Verkefnið er virkilega jákvætt fyrir ferðaþjónustuna í Mývatnssveit enda á meðal annars að þróa námsleiðir og rannsóknarverkefni sem tengja saman fornleifafræði og ferðamálafræði. Fornleifar og nýting þeirra er háð ýmsum lagalegum skyldum og takmörkunum og samþætting þekkingar á fornleifa- og ferðamálafræði er mikilvægur grundvöllur til sjálfbærrar og ábyrgrar nýtingu þeirra í ferðaþjónustu.

Lesa meira

Leikdómur - Í gegnum tíðina

Leikverk sýnt í félagsheimilinu Breiðumýri

 Höfundur: Hörður Þór Benónýsson

Leikstjórn: Hildur Kristín Thorstensen

Tónlistarstjórn: Pétur Ingólfsson

Lesa meira

Mikið hjartans mál að vandað sé til verka við kennslu barna

„Árangurinn byggist fyrst og fremst á því hvað nemendur er áhugasamir, jákvæðir og vinnusamir, en það allt verður að vera til staðar ef árangur á að nást,“ segir Katrín Mist Haraldsdóttir sem ásamt Ingibjörgu Rún Jóhannesdóttur á og rekur DSA Listdansskóla Akureyrar. Stúlkur úr skólanum tóku á dögunum þátt í undankeppni heimsmeistaramótsins Dance World Cup í Borgarleikhúsinu. Þær komu heim með gull í flokknum söngur og dans auk þess sem fimm silfur og tvö brons. Yngsti keppandinn var einungis 6 ára og kom norður með þrenn verðlaun. Heimsmeistaramótið verður haldið í Prag í sumar, og hafa öll atriði DSA unnið sér inn keppnisrétt. Þetta er í fimmta sinn sem DSA - Listdansskóli Akureyrar tekur þátt í Dance World Cup en þar koma saman rúmlega 100.000 börn frá 50 löndum. 

Lesa meira

Menningararfleifð Leikfélags Húsavíkur til fyrirmyndar

-segir Stefán Sturla Sigurjónsson, leikstjóri

Lesa meira

„Hæ-Tröllum“ haldið í áttunda sinn

Fjórir karlakórar sameina krafta sína á söngskemmtun í Glerárkirkju næstkomandi laugardag 2.mars, kl. 16:00. Mótið ber yfirskriftina „Hæ-Tröllum“ og er þetta í áttunda sinn sem Karlakór Akureyrar-Geysir stefnir karlakórum  til Akureyrar og nú í samstarfi við Karlakór Eyjafjarðar.

„Hæ-Tröllum“ var fyrst haldið árið 2006 og hefur síðan verið haldið með reglulegu millibili. Þátttakendur að þessu sinni eru, auk Karlakórs Akureyrar-Geysis og Karlakórs Eyjafjarðar; Karlakór Kópavogs og Karlakór Dalvíkur.

Kórarnir flytja nokkur lög hver fyrir sig og síðan sameina kórarnir krafta sína og flytja nokkur klassísk lög úr sögu íslensks karlakórasöngs. Þarna gefst kostur á að heyra og sjá stóran og öflugan kór -  150-160 söngmanna.

„Hæ-Tröllum“ hefur verið einn af föstum liðum í fjölbreyttu starfi Karlakórs Akureyrar-Geysis. Á þessu starfsári stóð kórinn að jólatónleikum með Karlakór Eyjafjarðar og á „Hæ-Tröllum“ sameinast á Akureyri söngmenn við Eyjafjörð og gestir frá Kópavogi. Vortónleikar kórsins verða svo haldnir í Ketilhúsinu á Akureyri 24. apríl og  í Glerárkirkju 1. maí.

Lesa meira

Tillaga að tröppum niður Stangarbakkann á Húsavík

Tillaga að nýjum tröppum á gönguleiðinni af Stangarbakkanum á Húsavík ofan í fjöru litu nýlega dagsins ljós. Tillagan er unnin af fyrirtækinu Faglausn sem vann þær með danskri arkitektastofu Arkitektladen. Eigandi hennar er Øjvind Andersen arkitekt sem Almar Eggertsson  einn eigenda Faglausnar kynntist á námsárum sínum í Danmörku.

Lesa meira

Smíðaði hundrað myntmottur fyrir Frost í tilefni af Mottumars 2024

Næstkomandi föstudag, 1. mars, hefst Mottumars - hið árlega átak Krabbameinsfélags Íslands og aðildarfélaga þess um allt land. Mottumars er hvatningarátak til karla um að halda vöku sinni gagnvart þeim vágesti sem krabbamein er og í ár er lögð áhersla á gildi hreyfingar sem forvarnar gegn krabbameinum. Jafnframt hefur Mottumars það að markmiði að safna fjármunum til þess að styrkja krabbameinsfélögin í landinu í sínu þarfa og mikilvæga starfi.

Lesa meira

89 brautskráðust frá Háskólnum á Akureyri

Vetrarbrautskráningarathöfn fór fram í Háskólanum á Akureyri í annað sinn nú um liðna helgi. Athöfnin var ætluð kandídötum sem fengu brautskráningarskírteini sín í október 2023 og þeim sem brautskráðust 17. febrúar síðastliðinn. Alls brautskráðust 89 kandídatar af tveimur fræðasviðum í október og febrúar. Af þeim brautskráðust 19 kandídatar frá Háskólasetri Vestfjarða og er þeim boðið á hátíðlega athöfn á Hrafnseyri þann 17. júní 2024.

Í ræðu sinni fjallaði Elín Díanna Gunnarsdóttir, aðstoðarrektor Háskólans á Akureyri, meðal annars um eflingu og vöxt háskólans. „Til gamans má geta að stúdentum HA hefur fjölgað um rúm 60% á undanförnum áratug. Við höfum frá upphafi lagt áherslu á að hér ríki persónulegt og sterkt námssamfélag. Ég vona að það sé einmitt ykkar upplifun af háskólagöngu ykkar hér. Samfélagið og sú umgjörð sem það skapar breytist hratt og í dag er staðreyndin sú að stúdentar halda ansi mörgum boltum á lofti, með fjölbreyttar áskoranir og áreiti úr öllum áttum.“

Lesa meira

Settu upp tölvustofu í ABC skóla í Burkina Faso

„Ferðin gekk vel í alla staði, markmiðið var vel skilgreint og við náðum að gera það sem við ætluðum okkur,“ segir Adam Ásgeir Óskarsson sem kom i byrjun vikunnar heim eftir ferð til Afríkuríkisins Burkina Faso.

Þar setti hann ásamt ferðafélögum upp tölvustofu í Ecole ABC de Bobo sem er ABC skóli rekin í næst stærstu borg landsins, Bobo Dioulasso. Tölvunum hafði Adam safnað á Íslandi á liðnu ári, um 100 borðtölvum sem skipt var út í Verkmenntaskólanum á Akureyri fyrir fartölvur og þá fékk hann einnig tölvur, skjávarpa og fleira frá Sýn, Vodafone, Menntaskólanum í Tröllaskaga , Origo Lausnum, Sjúkrahúsinu á Akureyri, Gaflara og Tengi.

Lesa meira

Tvær nýjar sýningar á Listasafni – Sköpun bernskunnar 2024 og Samspil

Á morgun laugardaginn 24. febrúar kl. 15 verða samsýningarnar Sköpun bernskunnar 2024 og Samspil opnaðar í Listasafninu á Akureyri. Þetta er ellefta sýningin undir heitinu Sköpun bernskunnar. Hún er sett upp sem hluti af safnfræðslu, með það markmið að gera sýnilegt og örva skapandi starf barna á aldrinum fimm til sextán ára. Þátttakendur hverju sinni eru skólabörn og starfandi myndlistarmenn. Unnin eru verk sem falla að þema sýningarinnar, sem að þessu sinni er hringir.

Myndlistarmennirnir sem boðin var þátttaka í ár eru Gunnar Kr. Jónasson og Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir. Skólarnir sem taka þátt að þessu sinni eru leikskólinn Naustatjörn og grunnskólarnir Glerárskóli og Naustaskóli, sem og Minjasafnið á Akureyri / Leikfangahúsið.

Leikskólabörnin komu í Listasafnið í nóvember síðastliðnum og unnu sín verk undir stjórn beggja fræðslufulltrúa safnsins. Myndmenntakennarar þeirra grunnskóla sem taka þátt stýra vinnu sinna nemenda, sem unnin er sérstaklega fyrir sýninguna. Sýningarstjóri: Heiða Björk Vilhjálmsdóttir.

Listamenn bjóða ungmennum af erlendum uppruna í listrænt samtal

Sýningin Samspil er afrakstur þess að bjóða ungmennum af erlendum uppruna að sækja listvinnustofu í Listasafninu á Akureyri. Í vinnustofunni fengu þau innblástur úr völdum verkum úr safneigninni og unnu eigin verk undir handleiðslu starfandi listamanna. Í ferlinu fengu þátttakendur tækifæri til að efla þekkingu sína, tjá sig í gegnum listina á eigin forsendum og koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Þeir kynntust jafnframt listsköpunarferlinu frá upphafi til enda; frá því að hugmynd fæddist og þar til afraksturinn var settur upp á sýningu. Listamennirnir Brák Jónsdóttir og Þórir Hermann Óskarsson stjórnuðu vinnunni með áherslu á sköpun og sjálfstæði.

Með verkefni sem þessu vill Listasafnið ná til breiðari hóps safngesta og hvetja ungmenni af erlendum uppruna og fjölskyldur þeirra til virkrar þátttöku í menningarstarfi. Tryggja þarf aðgengi að menningu fyrir alla þjóðfélagshópa, því fjölbreytni í menningarlífi styrkir samfélagið. Verkefnið er unnið í samstarfi við Velferðarsvið Akureyrarbæjar og styrkt af Barnamenningarsjóði Íslands. Verkefnisstjóri er Heiða Björk Vilhjálmsdóttir.

 

Lesa meira

Nýr þáttur í hlaðvarpi Heilsu- og sálfræðiþjónustunnar

Ari Tuckman er bandarískur sálfræðingur og kynlífsfræðingur sem hefur sérhæft sig í ADHD. Hann hefur skrifað bækur um ADHD og ferðast víðsvegar um heiminn til þess að koma fram á ráðstefnum. Við vorum í sambandi við hann og fengum að heyra skoðanir hans á hinum ýmsu málefnum sem tengjast ADHD.

Í nýjasta þætti heilsaogsal.is hlaðvarp fræðir Ari hlustendur um ADHD og kynlíf, áskoranir sem hann sér að pör glíma gjarnan við þegar annar aðilinn í sambandinu er með ADHD og kemur með góð ráð fyrir pör. Öll áhugasöm um ADHD eru hvött til þess að hlusta.

Lesa meira