Bæjarráð samþykkir 700 milljóna uppbyggingu á Þórsvellinum

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála kynnti á fundi bæjarráðs í dag drög að samningi Akureyrarbæjar við Íþróttafélagið Þór varðandi framkvæmdir og uppbyggingu á gervigrassvæði á félagssvæði Þórs.

Hér á eftir verður stiklað á stóru, en bæjarráð samþykkti þessi drög og vísaði þeim til umræðu í bæjarstjórn n.k þriðjudag.

Samningurinn kveður á um:  

Uppbyggingu gervigrassvæðis sem verður um 155 metrar x 80 metrar á stærð á Félagssvæði Þórs.  Gervigrassvæðið skiptast í tvo hluta; a. Knattspyrnuvöll í fullri stærð b. Æfingasvæði  Frágangur á lóð s.s. umhverfis gervigrassvæðið og girðingu við suður- og norðurenda gervigrassins.

Knattspyrnuvöllur

Nyrst á gervigrassvæðið skal lagður upphitaður knattspyrnuvöllur í fullri stærð, 105 x 68 m ásamt öryggissvæðum, 500 lux flóðlýsingu og búnaði. Völlurinn skal vera með kerfi og lagnir (úðakerfi) til að hægt verði að bleyta völlinn. Stoðveggur verður settur við norðurenda gervigrassvæðisins, við göngustíginn við Bogann. Eins verði metin þörf og ávinningur af vindbrjót samhliða vinnu við hönnun á stoðvegg og tekin ákvörðun um framkvæmd þegar mat á kostnaði liggur fyrir.

Æfingasvæði

Í beinu framhaldi af knattspyrnuvellinum, syðst á gervigrassvæðið, verður lagt upphitað æfingasvæði með 300 lux flóðslýsingu og búnaði. Æfingasvæðið skal tengjast knattspyrnuvellinum með órofnu gervigrasi. Æfingasvæðið verður um 35 m x 80 m (mælt frá enda öryggissvæðis knattspyrnuvallarins). Girðingar og frágangur svæðis Samhliða uppbyggingu gervigrassvæðisins og eftir því sem verkefnum vindur áfram þarf að fara í frágang á svæðinu umhverfis gervigrassvæðið og girðingu til að afmarka gervigrassvæðið til norðurs og suðurs. 2. gr. Framkvæmdakostnaður og tímaáætlun

Kostnaður vegna framkvæmda við gervigrassvæðið er áætlaður samkvæmt frumkostnaðaráætlun frá Þór um kr. 697.000.000 miðað við verðlag í maí 2024, sjá fylgiskjal 2. Kostnaður við girðingar hefur ekki verið metinn.

Framkvæmdir hefjast haustið 2024 með jarðvegsskiptum.

Áætluð verklok eru júní 2025.

Samningurinn í heild sinni er  svo hér fyrir neðan.

https://fundargatt.akureyri.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=PGBoaHVwEesQzLHUO6m7A&meetingid=QhKtIpGSK0uEBSsRDbPjA1&filename=Dr%C3%B6g%20-%20Samningur%20um%20uppbyggingu%20hj%C3%A1%20%C3%9E%C3%B3r%20j%C3%BAn%C3%AD2024%20v4.docx&cc=Document


Athugasemdir

Nýjast