Húsavíkurhöfn Ný flotbryggja tekin í notkun

Flotbryggjur eru afar heppileg lausn fyrir starfsemi eins og hvalaskoðunarfyrirtæki reka.           …
Flotbryggjur eru afar heppileg lausn fyrir starfsemi eins og hvalaskoðunarfyrirtæki reka. Mynd Heiðar.

Ný flotbryggja var tekin í notkun í Húsavíkurhöfn í síðustu viku.

Það var Köfunarþjónustan sem sá um verkið samkvæmt samningi. Samningsupphæð var 44.687.600 kr. og er hlutur Hafnabótasjóðs Vegagerðarinnar  60% af upphæðinni samkvæmt samgönguáætlun. Nýja bryggjan kemur í stað eldri bryggju sem verður færð til innan Hafna Norðurþings. Nýja bryggjan er 60 metra löng og 4 metra breið og  bætir aðstöðu í Húsavíkurhöfn til muna.

Húsavík er eins og öllum er kunnugt mikill ferðaþjónustubær og í fyrra fóru 130 þúsund manns í hvalaskoðun á Skjálfandaflóa frá Húsavíkurhöfn. Fjögur fyrirtæki bjóða upp á hvalaskoðun frá Húsavík.

Þá hefur Hvalasafnið bætt mjög aðstöðu sína undanfarin ár og dregur að sér fjölda ferðamanna ár hvert.

 


Athugasemdir

Nýjast