Hafdís Sigurðardóttir Íslandsmeistari í götuhjólreiðum og í tímatöku 2024

Hafdís Sigurðardóttir tvöfaldur Íslandsmeistari 20224  Mynd aðsend
Hafdís Sigurðardóttir tvöfaldur Íslandsmeistari 20224 Mynd aðsend

Hafdís Sigurðardóttir fór ekki erindisleysu vestur i Skagafjörð um nýliðna helgi en þar fór  fram Íslandsmeistaramótið í timatöku og götuhljólreiðum tvær aðskildar keppnir.  Tímatakan fer þannig fram að einn keppandi er ræstur af stað í einu og er því  ekki um annað að ræða en gefa allt í botn, þarna er verið að keppa við skeiðklukkuna sem fer ansi hratt áfram.    Hafdís hjólaði allra kvenna hraðast  og vann reyndar með nokkrum yfirburðum og er þetta í þriðja árið í röð sem hún stendur efst á palli.

Í gær var svo komið á götuhjólreiðum.  Ræst var á Sauðarákróki og endamarkið var á skíðasvæðinu við Tindastól,  Á Facebooksíðu  Þórdísar Rósu Sigurðardóttur sem er móðir  Hafdísar og stuðningskona númer eitt er að finna skemmtilega lýsingu á keppni á götuhljólreiðum og með leyfi þá er upplifun  Þórdísar hér.

,, Íslandsmót í götuhjólreiðum í gær í Skagafirði hel…. erfið leið 90 km með 1500 metra hækkun Ræst frá Sauðarkrók og yfir Þverárfjall og tilbaka, aftur á Sauðarkrók og þaðan svo upp í Tindastól sannarlega áskorun fyrir mig endalausar brekkur en ég elska samt brekkurÞetta varð erfitt eftir 75 km öskrandi krampar en þá bara hægir maður á sér og hjólar úr sér krampana og safnar kröftum fyrir loka klifrið upp Tindastól. Það kom aldrei til greina að hætta þannig að það var bara pedalað hægt og öruggt síðustu 15 km til að ná að afleggjaranum að skíðasvæði Tindastóls, og upp síðustu brekkuna fór ég, vitandi að uppi væri Íslandsmeistari sem ég gæti faðmað. Rósberg sagði við mig þegar ég kom í mark, þetta hlýtur að vera síðasta keppnin þín Það er sannarlega ekki pæling enda eru ekki öll hjólamót svona brutal

Hafdís sigraði í þessari keppni lika og er því tvöfaldur Íslandsmeistari þriðja árið í röð.

Til að útskýra aðeins hve erfiðar þessar keppnisgreinar eru má vitna í orð Hafdísar sem segir tímatökuna líkjast 800 metra hlaupi en á þeirri vegalengd þarftu að hlaupa mjög hratt frá byrjun.  ,,Þetta er bara sprengja.  Götuhljólreiðararnar eru svo eins og maraþonhlaup!“

Mótið var haldið í samstarfi Breiðabliks, Hjólreiðafélags Drangeyjar og Akureyrardætra.


Athugasemdir

Nýjast