Alþingiskosningar, laugardaginn 30. nóvember 2024
Kjörstaðir í Akureyrarbæ eru í Verkmenntaskólanum á Akureyri, í Hríseyjarskóla og í Félagsheimilinu Múla í Grímsey.
Akureyrarbæ er skipt í 13 kjördeildir, 11 á Akureyri, ein í Hrísey og ein í Grímsey. Skipting kjósenda í kjördeildir fer eftir búsetu samkvæmt skráðu lögheimili hjá Þjóðskrá þann 29. október kl. 12:00 og eru kjósendur beðnir um að kynna sér í hvaða kjördeild þeim ber að kjósa. Hægt er að fletta upp í kjörskrá á vef Þjóðskrár á slóðinni: www.kosning.is. Kjörfundur hefst kl. 9:00 og lýkur eigi síðar en klukkan 22:00.
Kjósendur í Hrísey og Grímsey athugið, að kjörstað kann að verða lokað fyrr að uppfylltum skilyrðum 91. gr. kosningalaga nr. 112/2021. Þeir eru því hvattir til að mæta á kjörstað fyrir kl. 14:00. Kjörstaðir í Hrísey og Grímsey verða að lágmarki opnir til kl. 17:00 nema allir á kjörskrá hafi kosið fyrir þann tíma.
Kjósendum ber að sýna persónuskilríki eða önnur kennivottorð á kjörfundi.
Á kjördag hefur yfirkjörstjórn aðsetur á bókasafni VMA. Hægt er að hafa samband í netfanginu kjorstjorn@akureyri.is og í síma 895-4711. Yfirkjörstjórn vekur athygli á því að þau sem eru á kjörskrá utan Akureyrar geta kosið utankjörfundar að Strandgötu 16 (þjónustuhús vestan við Eimskip) til kl. 17:00 á kjördag.
Tekið af akureyri.is