11.desember - 18.desember - Tbl 50
Stóri fýlupósturinn eða allt er gott sem endar vel :-)
Í Kjarnaskógi hafa starfsmenn Skógræktarinnar tekið gleði sína á ný og við þá líka en ekki hvað, enda fátt betra en það sem endar vel. Þetta hér fyrir neðan má lesa á Fb vegg þeirra í morgun.
,,Í gærkvöld settum við inn hér fýlupóst vegna skemmda á göngubrautum. Í morgun kom hér aðilinn sem olli þeim, sá er maður að meiri og baðst fyrirgefningar, um mistök og hugsunarleysi var að ræða sem hendir okkur jú öll einhvern tímann.
Málinu lokið af okkar hálfu, og fyrirgefning umsvifalaust veitt enda ætlar hann að styðja starf okkar og kaupa jólatré í Kjarna fyrir jól“