Með þessum skemmtilegu myndum sem teknar voru á jólatrésskemmtun Skógræktarfélags Eyjafjarðar um liðna helgi sendir starfsfólk Vikublaðsins sínar bestu óskir til lesenda um gleðileg jól!
„Það hefur gengið mjög vel hjá okkur og samkvæmt þeim væntingum sem við höfðum,“ segir Jón Heiðar Rúnarsson sem ásamt Anitu Hafdísi Björnsdóttur rekur félagið Zipline Akureyri. Þau hófu starfsemi um mitt sumar árið 2022 og eru því á sínu fjórða sumri. Zipline Akureyri rekur ævintýra ferðaþjónustu í Glerárgili, er með alls fimm sviflínur þar sem farið er yfir Glerá.
Það er ansi heitt niður i Evrópu og hitamet sleginn eða við það að vera sleginn daglega má segja. Þeim hópi ferðafólks sem þykir norðanátt og rigning mjög eftirsóknarverð horfir í vaxandi mæli hingað ,,upp eftir" og er Akureyri svo dæmi sé tekið er efst á óskalista þeirra erlendu ferðalanga sem vilja komast í svalara loftslag. Óhætt er að fullyrða að þessi gerð af ferðafólki fengi helling fyrir sinn snúð á Akureyri í dag.
Dagsektir sem lagðar voru á lóðahafa við Hamragerði 15 á Akureyri vegna umgengni á lóðinni hafa ekki verið greiddar en þær eru í innheimtu. Fjárnám hefur verið gert í eigninni og nauðungarsala hefur verið auglýst. Bílum innan lóðar hefur fækkað lítilega að undanförnu.
Akureyrarbær hefur ekki brugðist við kröfu frá Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra um að hreinsa svæði við á lóð bæjarins við Krossanes. Alls eru 45 bílar í slæmu ástandi á lóðinni.
Ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Efni frumvarpsins varðar svokallaða víxlverkun. Verði frumvarpið að lögum verður lífeyrissjóðum óheimilt að taka tillit til greiðslna frá Tryggingastofnun ríkisins við útreikning örorkulífeyris. Í reynd þýðir það að tvö aðskilin kerfi, þ.e. almannatryggingar annars vegar og lífeyrissjóðir hins vegar, greiða út bætur án samræmis eða gagnkvæmrar aðlögunar.
Fyrr í þessum mánuði var brotist inn á vinnusvæði á fjórum stöðum á Akureyri og stolið þaðan miklu magni af alls konar verkfærum. Þessi mál eru í rannsókn hjá okkur en ekki hefur enn tekist að hafa hendur í hári þjófanna.