Steps Dancecenter hefur gefið út glæsilegt dansmyndband við atriðið Ready For Take Off, sem samið er af Birtu Ósk Þórólfsdóttur. Atriðið keppti fyrr í vetur í undankeppnum bæði Dance World Cup og Global Dance Open með frábærum árangri, og þótti því kjörið að fanga það á filmu.
Tökur fóru fram í einstöku umhverfi Flugsafns Íslands, þar sem dansararnir komu fram innan um flugvélar og flugfreyjubúninga – sem bættu við myndbandinu kraft og sviðsmynd sem erfitt er að toppa. Það má með sanni segja að flugvélar og flugfreyjur klikki aldrei!
Dansmyndbandið er sett við lagið „TF stuð“ eftir Pál Óskar og fangar kraft, orku og sviðsnærveru sem einkenna bæði listamennina og flugumhverfið sjálft.
Með þvi að smella á hlekkinn hér fyrir neðan má skoða myndbandið.