Framkvæmdir standa nú yfir fremst á Glerárdal en styrkur fékkst úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til að bæta aðgengi og merkingar í dalnum. Ráðist verður í stígagerð um dalinn og lagfæringu á bílastæðinu við enda Súluvegar.
Áætlað er að verkið taki að minnsta kosti mánuð og eru verktakar þessa dagana að vinna að stígagerð innan við Glerárdalsstífluna auk þess að lagfæra stíginn sem liggur frá stíflunni upp skriðuna að austanverðu.
Útivistarfólk er beðið velvirðingar á því raski sem þetta kann að hafa í för með sér og beðið að sýna verktökum skilning meðan á framkvæmdum stendur segir á vefsíðu Akureyrarbæjar.
Annað slagið verður þyrla á ferðinni um dalinn en hún flytur efni til stígagerðar og má búast við talsverðum hávaða meðan á því stendur.