Góður vöxtur hjá Rauða krossinum

Árið 2018 lögðum við í Rauða krossinum við Eyjafjörð af stað í markvissa vegferð við að efla starfsemina okkar enn frekar með aukningu sjálfboðaliða og verkefna ásamt því að standast með glæsibrag allar þær auknu gæða- og fagkröfur sem lagðar hafa verið á starfsemina. Eftir mikla vinnu er skemmtilegt og gefandi að staldra nú við og skoða hvernig okkur hefur gengið að ná markmiðum okkar.

Hluti áfanga og árangurs 2018–2025

  • Eyjafjarðardeild hefur verið í farabroddi við að ná samningum við sveitarfélög vegna textílmála - 2025.
  • Aukning sjálfboðaliða um 39% á tímabilinu 2018-2024.
  • Aukning verkeininga sjálfboðaliða um 41% á sama tímabili.
  • Mannréttindaviðurkenning Akureyrarbæjar - 2024.
  • RKÍ Eyjafirði er fjölbreyttasta deild landsins með tilliti til verkefnavals.
  • RKÍ Eyjafirði er með eitt hæsta hlutfall sjálfboðaliða á landsvísu miðað við höfðatölu íbúasvæða.
  • Starfsánægja mælist yfir 9.
  • Rekstur 2018-2024 hefur verið jákvæður og stöðugur utan tímabils sem einkenndist af heimsfaraldri.
  • Eyjafjarðardeild uppfyllir allar kröfur félagsins um vel starfandi deild.

Öll sem starfa með okkur og hafa gert s.l ár hafa lagt lóð sitt á vogaskálarnar við að ná þessum markmiðum. Saman erum við eitt stærsta afl mannúðar á Eyjafjarðarsvæðinu. Innilegar og miklar þakkir til ykkar allra - við getum sannarlega verið stolt af Rauða krossinum við Eyjafjörð.

Það er  heimasíða Rauða krossins sem segir fyrst frá

Nýjast