Varlega áætlað er tjón fimm húsfélaga sem eru við Kristjánshaga 2 , Davíðshaga 2 og 4, Elísabetarhaga 1 og Kjarnagötu 51 allt að 1,2 milljónir króna vegna skemmdarverka.
Á sameiginlegri lóð sem tilheyrir húsunum er leikskýli sem allir hafa aðgang að. Á hverfissíðu Nausta- og hagakerfis er vakin athygli á því að börn hafi gert sér að leik að brjóta rúður í skýlinu.
Glerið sé þannig að það brotnar ekki „óvart“ eins og það er orðað. Þegar hafa þrjár rúður í skýlinu verið brotnar, en hver þeirra kostar 185 þúsund krónur auk þess sem við bætist kostnaður við að skipta.