Mynd frá vinstri: Konráð Gylfason, framkvæmdastjóri rekstrar og klíniskrar stoðþjónustu, Kristín Sigfúsdóttir, ritari stjórnar Hollvina, Hermann Haraldsson, gjaldkeri stjórnar Hollvina, Sólveig Hulda Valgeirsdóttir, deildarstjóri lyflækningadeildar SAk, Jóhannes Bjarnason, formaður stjórnar Hollvina og Jóhann Rúnar Sigurðsson, varaformaður stjórnar Hollvina. Mynd SAk.is
Hollvinir Sjúkrahússins á Akureyri hafa fært lyflækingadeild Sjúkrahússins á Akureyri stóla og sófa að gjöf.
Sjúkrahúsið á Akureyri hefur farið af stað með verkefnið „Hreyfum okkur“ sem miðar að því að bæta aðstæður og hvetja sjúklinga til þess að hreyfa sig innan sjúkrahússins. Hollvinir hafa því fært deildinni stóla, sem hjálpa til við að bæta aðstæður fólks til hreyfingar. Hollvinir færðu lyflækingadeild einnig sófa sem gefur starfsfólki kost á því að hvíla lúin bein í amstri dagsins.
„Hollvinir eru auðvitað einstakir og okkur á Sjúkrahúsinu á Akureyri ákaflega verðmætir. Gjöf líkt og þessi bætir aðstæður okkar og sjúklinga og fyrir það erum við mjög þakklát.“ segir Sólveig Hulda Valgeirsdóttir, deildarstjóri lyflækningadeildar Sjúkrahússins á Akureyri.