Tveimur nýjum bekkjum hefur verið komið fyrir í Hrísey, báðir voru þeir gefnir til minningar um horfna samferðarmenn. Annar er til minningar um Guðrúnu Sigríði Jóhannesdóttur Blöndal og Áslaug Jóhannesson og hinn um sr. Huldu Hrönn M. Helgadóttur.
Bekkur til minningar um systkini
Á liðnu sumri hittist meirihluti afkomenda Guðrúnar og Áslaugs í Hrísey og komu upp bekk, merktum þeim systkinum, við veginn út að hliði. Staðsetningin var valin
með það í huga að þetta er vinsæl gönguleið heimafólks og ferðamanna og núna hafa öll stað til þess að setjast niður, kasta mæðinni og njóta Hríseyjar.
Afkomendur Guðrúnar (19232010) og Áslaugs ( 1928 – 2017) gáfu bekkinn til minningar um þau sem og bróður þeirra Jörund Jóhannesson (1919-1996) sem ekki á afkomendur.
Foreldrar þeirra voru Jóhannes Marinó Guðmundsson frá Bæ í Hrísey og Valgerður Jónsdóttir. Jörundur stundaði sjómennsku er hann bjó í Hrísey, en árið 1957 flytur hann til Akureyrar og hóf þar sambúð með Sigríði Björnsdóttur. Guðrún giftist Jósep Blöndal frá Siglufirði og saman áttu þau 10 börn ásamt því að fóstra dótturson sinn. Áslaugur giftist Rögnu Baldvinsdóttur 1954 og áttu þau sex börn.
Bekkur til minningar um fyrrum sóknarprest
Kvenfélag Hríseyjar gaf samfélaginu fallegan bekk sem staðsettur er við Hríseyjarkirkju. Bekkurinn er gefinn til minningar um séra Huldu Hrönn M. Helgadóttur, fyrrum sóknarprest í Hrísey, sem lést fyrr á árinu. Hulda kom til Hríseyjar sem sóknarprestur árið 1987 og starfaði til ársins 2014. Hún starfaði með Kvenfélagi Hríseyjar á þeim árum sem hún
bjó þar, var m.a. formaður um skeið.
Kvenfélagskonum í eynni þótti því við hæfi að gefa bekkinn í minningu hennar, kvenfélagskonu og fyrsta kvenprestsins í Hrísey
bekk á kvennaárinu 2025. Bekkurinn stendur við Hríseyjarkirkju, vinnustað Huldu sem er vinsæll áningarstaður þeirra sem heimsækja Hrísey