Framúrskarandi menntastofnanir Leikskólinn Iðavöllur tilnefndur

Leikskólinn Iðavöllur hefur hlotið tilnefningu til Íslensku menntaverðlaunanna í flokki framúrskaran…
Leikskólinn Iðavöllur hefur hlotið tilnefningu til Íslensku menntaverðlaunanna í flokki framúrskarandi menntastofnana fyrir ötult, fjölbreytt og faglegt þróunarstarf, frumkvæði og metnað. Mynd á vef Akureyrarbæjar

Leikskólinn Iðavöllur hefur hlotið tilnefningu til Íslensku menntaverðlaunanna í flokki framúrskarandi menntastofnana fyrir ötult, fjölbreytt og faglegt þróunarstarf, frumkvæði og metnað.

Í leikskólanum Iðavelli eru rúmlega 100 börn í fimm deildum. Skólinn er kunnur fyrir stöðuga viðleitni starfsfólks til að efla starfið, sem byggir á hugmyndafræði Reggio Emilia og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að því er fram kemur á vef Akureyrarbæjar. Reggio Emilia er leikskólastefna þar sem sérstök áhersla er lögð á barnmiðað nám þar sem börn eru virk í eigin þekkingarleit í gegnum leik, sköpun og rannsóknir. Kennarar eru samverkamenn barnanna og litið er á umhverfið sem þriðja kennarann.

Áhersla á mál og málörvun

Á Iðavelli er fjölmenningarlegt samfélag og mikil áhersla er lögð á mál og málörvun til að styrkja grunn barna til náms og þroska, sem og á traust og jákvæð samskipti við fjölskyldur barnanna. Einkunnarorð Iðavallar eru Þar er leikur að læra. Í þeim kristallast einkenni leikskólans – að læra gegnum leikinn. Gildi skólans eru Virðing – Sköpun – Vellíðan sem vísa í fjölmenninguna, sköpunarsmiðjur í anda Reggio og það aðalmarkmið að öllum líði vel í leikskólanum.

Nýjast