Stefnir í góðan vetur í ferðaþjónustu á Norðurlandi

Það stefnir í góðan vetur í ferðaþjónustu á Norðurlandi
Það stefnir í góðan vetur í ferðaþjónustu á Norðurlandi

„Það stefnir í góðan vetur í ferðaþjónustu á Norðurlandi og það breytir miklu að easyJet hafi ákveðið að bjóða upp á flug frá London frá október og út apríl og frá Manchester því til viðbótar. Með því náum við að tengja betur saman haust, vetur og vor sem hafa verið rólegri tímabil í ferðaþjónustu miðað við sumri,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.

„Það stefnir í góðan vetur í ferðaþjónustu á Norðurlandi og það breytir miklu að easyJet hafi ákveðið að bjóða upp á flug frá London frá október og út apríl og frá Manchester því til viðbótar. Með því náum við að tengja betur saman haust, vetur og vor sem hafa verið rólegri tímabil í ferðaþjónustu miðað við sumri,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.

Fyrsta vél vetrarins frá breska flugfélaginu easyJet lenti á Akureyri síðastliðinn laugardag. Þetta er þriðji veturinn sem easyJet flýgur til Norðurlands og tímabilið hefur nú verið lengt um tvo mánuði frá London

Arnheiður segir það skapa grundvöll fyrir fleiri heilsársstörf í norðlenskri ferðaþjónustu að tímabilið hafi verið lengt og einnig minnki það árstíðarsveifluna, „sem hefur verið eitt okkar helsta markmið undanfarinn áratug.“

Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.

Hún segir það skipta sköpum að unnið hafi verið vel með samstarfsfyrirtækjum og sveitarfélögum á svæðinu. „Slagkrafturinn sem myndast þegar öll leggjast á eitt hefur verið áþreifanlegur. Þessi vinna heldur áfram og við viljum sækja á fleiri markaði og fjölga enn frekar flugfélögum og ferðaskrifstofum sem bjóða beint flug til Akureyrar.,“ segir Arnheiður.

Höldum áfram að sækja á flugfélög

Leiguflugin frá Hollandi og Sviss hafa verið frábær, segir hún, til að byggja upp þjónustuna á svæðinu og nægt pláss sé fyrir fjölgun áfangastaða. „Við höldum því áfram að sækja á flugfélög varðandi reglubundið millilandaflug og horfum þar auðvitað bæði erlendis en ekki síður til Icelandair sem er grunnstoð okkar í flugi hér á landi varðandi tengingar út í heim hvort sem er með flugi beint til Akureyrar eða með tengingum í gegnum Keflavíkurflugvöll."

Samkvæmt könnunum hefur beint flug inn á Norðurland verið lykilatriði í því að ferðamenn tóku ákvörðun um að fara í ferðalag í þann landshluta. Ferðamenn sem koma með easyJet fyrsta árið sem flugið var í boði eyddu tæplega hálfum milljarði á ferðalagi sínu um Norðurland. Miðað við sömu forsendur og notaðar voru í skýrslunni má áætla að síðasta vetur, 2024-2025, hafi heildareyðslan verið ríflega 1200 milljónir króna.

Aukinn fjöldi ferða gæti því haft þau áhrif að þessar tölur hækki enn frekar nú í vetur.

Nýjast