Endurhæfingardeild á Kristnesi breytt í 5 daga deild

Frá og með næstu áramótum, verður starfsemi endurhæfingardeildar á Kristnesi breytt í 5 daga deild á…
Frá og með næstu áramótum, verður starfsemi endurhæfingardeildar á Kristnesi breytt í 5 daga deild ásamt dagdeild

Frá og með næstu áramótum, verður starfsemi endurhæfingardeildar á Kristnesi breytt í 5 daga deild ásamt dagdeild, með skýra áherslu á sérhæfða þverfaglega endurhæfingu fyrir fólk á öllum aldri.

Samhliða verður unnið að því að styrkja endurhæfingarþjónustu á bráðadeildum sjúkrahússins ásamt því að setja á laggirnar öldrunarteymi lyflækninga sem hefur það hlutverk að styrkja þjónustu við aldraða á bráðadeildum sjúkrahússins.

„Markmið okkar á Sjúkrahúsinu á Akureyri er að tryggja samræmda, faglega og markvissa endurhæfingar- og öldrunarlækningaþjónustu fyrir skjólstæðinga okkar,“ segir á vef Sjúkrahússins á Akureyri. „Breytingum sem þessum fylgja jafnan áskoranir en með samstilltu átaki vonumst við til að breytingarnar skili okkur skilvirkari endurhæfingar- og öldrunarþjónustu.“

Nýjast