Dag- og göngudeild geðdeildar Opið hús á morgun föstudag

Í tilefni Alþjóðlega geðheilbrigðisdagsins á morgun, 10. október, opnar starfsfólk dag- og göngudeil…
Í tilefni Alþjóðlega geðheilbrigðisdagsins á morgun, 10. október, opnar starfsfólk dag- og göngudeildar geðdeildar SAk dyrnar og bjóða gestum að kynna sér starfsemina, tækjabúnað og aðstöðu.

Í tilefni Alþjóðlega geðheilbrigðisdagsins á morgun, 10. október, ætlar starfsfólk dag- og göngudeild geðdeildar SAk að opna dyrnar og bjóða gestum að kynna sér starfsemina, tækjabúnað og aðstöðu.

„Það er ákaflega mikilvægt að uppræta það tabú sem stundum hefur ríkt um geðheilbrigðismál. Þau varða samfélagið allt, enda varla til fjölskylda á Íslandi sem þau varða ekki með beinum hætti. Ekki síst þess vegna, en einnig til þess að kynna þá þjónustu sem er í boði á Sjúkrahúsinu á Akureyri, viljum við opna dyrnar og bjóða fólki að kynnast okkar metnaðarfulla starfi. segir Gestur Guðrúnarson, deildarstjóri dag- og göngudeildar SAk í frétt á vef sjúkrahússins.

Opið verður á milli kl. 10 og 12.

Nýjast