Eyjafjarðarsveit býður öllum áhugasömum að koma á OPIÐ HÚS í nýju húsnæði leikskólans Krummakots á morgun laugardaginn 11. október kl. 14:00.
Nemendur leikskólans munu syngja við þetta hátíðlega tækifæri kl. 14:15. Eftir sönginn verða flutt nokkur ávörp.
Kvenfélögin þrjú í Eyjafjarðarsveit; Aldan, Iðunn og Hjálpin, sjá um veitingar.