Nýlega barst hreppsnefnd Tjörneshrepps bréf frá Jöfnunarsjóði um sérstakt fólksfækkunarframlag til hreppsins uppá tæplega 248 milljónir króna.
Tjörneshreppur hafði ekki óskað eftir slíku framlagi og kom þetta verulega á óvart. Íbúafjöldi í Tjörneshreppi hefur verið stöðugur síðustu árin og þjónustustig við íbúa er gott og fjárhagsstaða hreppsins er sterk.
Á fundi hreppsnefndar Tjörneshrepps þann 13. október var samþykkt samhljóða að afþakka framlag Jöfnunarsjóðs. Í fundargerð hreppsnefndar kemur fram að svona hátt framlag sé fáránlegt og hreppurinn lifi vel án þess.