Talsverð aukning er í komum sundlaugargesta í Glerárlaug. Gísli Rúnar forstöðumaður Sundlauga Akureyrar segir sem dæmi að um 20% fleiri hafi sótt laugina heim í júní mánuði í sumar miðað við sama mánuð í fyrra.
„Við höfum fundið fyrir þessari aukningu eftir að útisvæðið var tekið í gegn og gufan var sett upp í Glerárlaug,“ segir hann. Yfir sumarmánuðina komu tæplega 3.200 gestir í Glerárlaug en þeir voru rúmlega 2.500 í fyrrasumar.
Mikil aukning er í gestakomum í Glerárlaug eftir að útisvæði var endurnýjað
Almennt var aðsókn í sundlaugar góð á liðnu sumri. Heldur fleiri fóru í sund í Sundlaug Akureyrar í sumar en í fyrra, eða um 142 þúsund gestir en þeir voru ríflega 137 þúsund yfir sömu mánuði í fyrra.
Sundlaugin í Hrísey er vinsæl meðal gesta í eynni að sumarlagi. Þangað komu 6.670 gestir yfir sumarmánuðina sem er heldur minna en var sumarið 2024, þegar þeir voru tæplega 7.600 talsins.
Margt hefur áhrif
Gísli Rúnar segir að kaldur júní mánuðum hafi almennt haft áhrif á aðsókn bæði í Hrísey og Sundlaug Akureyrar en ekki hvað Glerárlaug varðar. Hann nefnir einnig að aðrir þættir hafi áhrif á aðsókn eins og t.d. að mynda ef stór sundmót eru haldin í lauginni á Akureyri sem takmarka aðgang yfir heila helgi og hefur þá talsverð áhrif á gestafjölda. Eins skipti máli hvort hvítasunnan sé í maí eða júní.