Penninn á lofti þegar Akureyrarbær skrifaði undir samninga við Akur og ÍBA.
S.l. föstudag var undirritaður þriggja ára þjónustu- og rekstrarsamningur milli Akureyrarbæjar og Íþróttafélagsins Akurs. Markmið samningsins er að styðja við það heilbrigða og metnaðarfulla íþróttastarf sem Akur er að sinna og bjóða upp á og tryggja að félagið geti haldið úti starfsemi og aðstöðu fyrir bogfimideild félagsins. Jón Heiðar Jónsson, formaður Akurs, undirritaði fyrir félagið.