Brimsölt handboltastemning um borð í Björgúlfi EA 312

Starfsfólk Samherja sem hafði tök á – bæði til sjós og lands - fylgdist spennt með er „Strákarnir okkar“ mættu Króötum Dags Sigurðssonar í fyrsta leik beggja liða í milliriðlum EM í handbolta í gær.

Lesa meira

Sæluhús vilja fjölga gistirýmum um 180

Skipulagsráð Akureyrar hefur tekið jákvætt í erindi frá Sæluhúsum á Akureyri sem reka gistiþjónustu við Búðartröð, en þeir sækja um breytingu á deiliskipulagi á lóð númer 2 við Búðartröð.

Lesa meira

Vettvangsliðanámskeið í Grímsey

Vettvangsliðanámskeið á vegum Sjúkraflutningaskólans var haldið í Grímsey nýverið að beiðni Heilbrigðisstofnunar Norðurlands.

Lesa meira

Aldrei fleiri samtöl vegna sjálfsvígshugsana

Á síðasta ári var 1.728 sinnum haft samband við 1717, Hjálparsíma Rauða krossins, vegna sjálfsvígshugsana sem er oftar en nokkru sinni áður. Árið 2024 voru slík samtöl 1.035 talsins og er aukningin milli ára því 67%. „Þrátt fyrir að hafa reglulega yfir árið tekið saman tölur um fjölda sjálfsvígssamtala sem berast 1717, og vera meðvituð um að samtölin hafa verið að þyngjast og verða alvarlegri, þá er okkur brugðið yfir heildarsamantekt ársins,“ segir Elfa Dögg S. Leifsdóttir, sálfræðingur og teymisstjóri heilbrigðisverkefna hjá Rauða krossinum.

Lesa meira

Akureyrarbær og Tónræktin Samningur um tónlistarfræðslu

Undirritaður hefur verið samstarfssamningur milli Akureyrarbæjar og Tónræktarinnar um styrk til tónlistarfræðslu fyrir ungt fólk. Markmið samningsins er að efla og styðja tónlistarnám ungs fólks í bænum og bjóða upp á fjölbreyttari námsleiðir, sem eykur aðgengi að skapandi námi.

Lesa meira

Gistirými eykst á Akureyri

Akureyri, höfuðstaður Norðurlands, gengur nú í gegnum mikla breytingu hvað varðar framboð á gistingu. Stóru hótelin, Berjaya Iceland Hotels og Hótel Kea hafa verið burðarásar í þessum rekstri árum saman og eru í fullum rekstri.

Lesa meira

Minnivarði um síðutogara, sjómenn og útgerð verður afhjúpað n.k sjómannadag

Minnivarði um síðutogara, sjómenn og útgerð verður afhjúpað á sjómannadaginn, 7. Júní næstkomandi. Það verður sett upp austan við strandstíginn við Drottningarbraut. Minnismerkið er smíðað að frumkvæði áhugahóps um síðutogaraútgerð en verður í eigu Sjómannafélags Eyjafjarðar. Verkið stendur á hringlaga fleti sem er 7 metrar í þvermál.

Lesa meira

Viðbótarhús við Stórholt 1 í farvatninu

Meirihluti skipulagsráðs gerir ekki athugasemd við að deiliskipulagi fyrir Stórholt 1 verði breytt á þá vegu að á tveimur reitum á lóðinni, þeim sem nefnast A3 og A4 verði heimilt að byggja gistihús á tveimur hæðum í stað einnar eins og áður var áformað.

Lesa meira

Ríkisstjórnin þarfnast hjálpar þinnar

Sennilega væri heppilegri titill á þá leið að ríkisstjórnin þarfnist aðhalds af þinni hálfu – og okkar allra – ekki síst þegar Evrópumálin eru annars vegar. Staðreyndin er nefnilega sú að án þrýstings utan úr þjóðfélaginu mun hún ótrauð halda áfram aðlögun að Evrópusambandinu til þess að gera endanlega innlimun Íslands sem smurðasta. Og það hugtak á svo sannarlega rétt á sér. Þegar ríkisstjórn sem ég átti sæti í á árunum sótti illu heilli um viðræður við Evópusambandið árið 2009 um hugsanlega aðild Íslands tóku okkur fljótlega að berast vel útilátnir styrkir, svokallaðir IPA styrkir sem nota átti til aðlögunar. Þetta kallaðist og kallast enn „foraðildarstuðningur“. Evrópusambandið veitir með öðrum orðum ríkjum sem hafa sótt um aðild stuðning samkvæmt svokallaðri IPA-áætlun (e. Instrument for Pre-accession Assistance) til þess að þau geti hreinlega runnið inn í sambandið, smurð og sæl með úttroðna vasa af aðlögunarfé. Einhvern tímann hefði verið fundið annað heiti á þennan fjárstuðning þótt „foraðildarstuðningur“ sé í sjálfu sér gagnsætt og lýsandi hugtak.

Lesa meira

Hafnarstræti frá Bauta og suður að Drottningarbraut - Falleg vistgata með gróðri og torgum

Unnið er að endurnýjun Hafnarstrætis á Akureyri á svæði frá Bautanum og suður að Drottningarbraut. Við endurhönnun er miðað hefur við að óvarðir vegfarendur eru settir í forgang og gatan gerð að vistgötu.

Lesa meira

Litríkir túlípanar vinsæl bóndadagsgjöf

Í litlu garðyrkjustöðinni Kambsmýri 12 eru litríkir túlipanar að springa út og bíða eftir að bóndadagur renni upp. 

Lesa meira

Rarik í samstarf við Drift EA

Rarik hefur gengið til liðs við hóp bakhjarla Driftar EA til að styðja við öflugt nýsköpunarumhverfi og atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi. Með samstarfinu styður Rarik starfsemi Driftar EA og tekur virkan þátt í að styrkja umgjörð skapandi lausna og atvinnuuppbyggingar um land allt.

Frá þessu segir í tilkynningu frá Drift EA í morgun.

Lesa meira

VMA - Hæstánægðir í húsasmíðinni

Stefán Katrínarson og Rúnar Snær Ingason stunda báðir nám á fjórðu önn í húsasmíði í VMA. Á haustönn 2026 verða þeir báðir á fullu í byggingarvinnu, að safna reynslu og samningstíma, en koma aftur í skólann á fimmtu önn að ári liðnu og munu brautskrást vorið 2027 og taka sveinspróf í framhaldinu. Báðir taka þeir áfanga til stúdentsprófs samhliða húsasmíðanáminu og stefnan er því að útskrifast bæði sem húsasmiðir og stúdentar.

Lesa meira

Verðlaunamarkaður - Viðskiptatækifæri

Friðarverðlaun Nóbels fóru til einstaklings sem ég hafði áður ekki heyrt nefndan og vissi ekki til að hefði nokkurn skapaðan hlut lagt af mörkum í þágu friðar, hvorki staðbundin né heimsfriðar. Örugglega samt ágætur einstaklingur eins og nær allir þegnar heims.

Lesa meira

VMA - Á lokasprettinum í bifvélavirkjuninni

Á annan tug nemenda stunda nám í bifvélavirkjun í VMA og er þetta síðasta önnin þeirra í náminu. Brautskráning er á dagskrá í lok maí nk. og sveinspróf í september. Það skiptir að sjálfsögðu gríðarlega miklu máli að útskrifa svo marga bifvélavirkja á einu bretti, ekki síst utan höfuðborgarsvæðisins, því mikill og viðvarandi skortur hefur verið á fagfólki í þessari grein.

Lesa meira

Í Boganum er hægt að ganga innandyra, í hlýju og öruggu umhverfi – óháð veðri og færð

„Með reglulegri göngu, jafnvel í stutta stund í senn, má bæta jafnvægi, styrkja vöðva og bein, draga úr líkum á byltum og viðhalda sjálfstæði til lengri tíma. Hreyfing hefur einnig jákvæð áhrif á hjarta- og æðakerfið, svefn, minni og líðan. Ekki síður skiptir máli að vera í félagsskap annarra,“ segir Héðinn Svarfdal, verkefnastjóri lýðheilsumála hjá Akureyrarbæ.

Lesa meira

Nýjar gönguleiðir á Norðurlandi eystra

Á síðasta ári var í gangi verkefni um skráningu gönguleiða á Norðurlandi eystra, sem unnið var af Markaðsstofu Norðurlands. Markmið verkefnisins var að koma á miðlægu og samræmdu skráningarkerfi fyrir gönguleiðir á svæðinu og tryggja ferðafólki áreiðanlegar upplýsingar til að auðvelda val á leiðum sem henta bæði byrjendum og reyndari göngufólki. Í verkefninu voru skráðar 20 gönguleiðir um allt Norðurland eystra sem stuðla að öruggri og ánægjulegri útivist.

Lesa meira

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - Harma tafir á úrbótum

Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra harmar tafir sem orðið hafa á á nauðsynlegum úrbótum á svæði Skútabergs á Moldhaugnahálsi og bendir enn á ný á að umgengni um svæðið er með þeim hætti að það er verulegt lýti í umhverfinu.

Lesa meira

Ingibjörg Isaksen tilkynnir um framboð sitt til formennsku í Framsókarflokknum

Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, býður sig fram til formanns á flokksþingi Framskónrflokksins en það fer fram  a Hilton hótelinu um miðjan  febrúar n.k. 

Þetta kemur fram í færslu sem Ingibjörg setti fram á Facebook rétt í þessu.

Lesa meira

Nýr samstarfssamningur SAk og RHA

Samstarfssamningur Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) og Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri (RHA) hefur verið undirritaður. Með samningnum staðfesta SAk og RHA sameiginlegan vilja til að efla samstarf á sviði rannsókna og fræðastarfs. En frá þessu segir á www.sak.is í dag


Lesa meira

Tvær stórar aðgerðir á annasamri helgi -innbrot hjá byggingafyrirtæki og hótanir með skotvopni

Helgin var annasöm hjá lögreglu í umdæminu en auk hefðbundinna verkefna stóð lögregla í tveimur stórum aðgerðum.

Lesa meira

EM í hand­bolta og lestrarkennsla

Hvað skyldu tvö mest ræddu mál þessarar viku eiga sameiginlegt. Kíkjum aðeins á það og skoðum hvernig þessi mjög svo aðskildu mál tengjast.

Lesa meira

Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir vill leiða lista Viðreisnar á Akureyri í sveitarstjórnarkosningunum næsta vor

Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir hefur tilkynnt í að hún hafi ákveðið að bjóða sig fram í oddvitasæti á lista Viðreisnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar hér í bæ n.k. vor.

Lesa meira

Aðstaðan á Húsavík ein sú glæsilegasta á landinu

-Segir Arnór Ragnarsson sem æfir og þjálfar CrossFit á Húsavík

Lesa meira

Lokaorðið - Vinabeiðnir

Ég þreytist ekki á að vara fólk við svikatilraunum af ýmsu tagi. Svikahrappar finna sífellt nýjar leiðir til að reyna að nappa af okkur. Að öllu jöfnu eru þetta ekki einstaklingar heldur hluti af alþjóðlegri skipulagðri glæpastarfsemi.

Lesa meira

Varaflstöðvar fyrir 32 milljónir króna

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að úthluta heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni samtals 77 milljónum króna til endurnýjunar á tækjabúnaði.

Lesa meira

Ofbeldi og eldra fólk

Ofbeldi hefur margar birtingarmyndir. All oft sést á fólki sem beitt er líkamlegu ofbeldi en alls ekki alltaf. Ofbeldinu er þá beint að þeim hluta líkamans sem oftast er falinn með fatnaði. Slíkt er þá gert meðvitað svo ekki komist upp um það. Ekki síður alvarlegt er andlegt ofbeldi.

Lesa meira