Akureyrarbær og Tónræktin Samningur um tónlistarfræðslu

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, og tónlistarmaðurinn Guðmundur Magni Ásgeirsson fyrir…
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, og tónlistarmaðurinn Guðmundur Magni Ásgeirsson fyrir hönd Tónræktarinnar, undirrituðu samninginn. Mynd akureyri.is

Undirritaður hefur verið samstarfssamningur milli Akureyrarbæjar og Tónræktarinnar um styrk til tónlistarfræðslu fyrir ungt fólk. Markmið samningsins er að efla og styðja tónlistarnám ungs fólks í bænum og bjóða upp á fjölbreyttari námsleiðir, sem eykur aðgengi að skapandi námi.

Akureyrarbær mun leggja um sjö milljónir króna árlega til reksturs og starfsemi Tónræktarinnar á samningstímanum. Samningurinn tekur gildi 1. janúar 2026 og gildir til 31. desember 2028.

Nýjast