Brimsölt handboltastemning um borð í Björgúlfi EA 312

Það er ekki hægt að horfa á handboltaleik án þess að lifa sig vel inn í hann, áhöfnin á Björgúlfi EA…
Það er ekki hægt að horfa á handboltaleik án þess að lifa sig vel inn í hann, áhöfnin á Björgúlfi EA greinlega vel með á nótunum Myndir samherji.is
Starfsfólk Samherja sem hafði tök á – bæði til sjós og lands - fylgdist spennt með er „Strákarnir okkar“ mættu Króötum Dags Sigurðssonar í fyrsta leik beggja liða í milliriðlum EM í handbolta í gær
.
Allskonar getraunaleikir eru í gangi á starfsstöðvum Samherja, sem allir tengjast gengi landsliðsins á mótinu.  Samherji er einn af helstu samstarfsaðila landsliða Handknattleikssambands Íslands og er merki félagsins á keppnisbúningum liðanna.
 
Ísfisktogarinn Björgúlfur EA 312 er á veiðislóð austur af Langanesi. Markús Jóhannesson skipstjóri segir að aðstæður í gær hafi gert það að verkum að flestir hafi getað fylgst með leiknum í beinni útsendingu.
Björgúlfur EA 

 

 
„ Já, það hefur verið mikil og jákvæð stemning um borð, enda hafa allir góða trú á landsliðinu. Það er magnað að sitja í borðsalnum og fylgjast með leikjunum. Auðvitað var grátlegt að tapa en mótið er ekki búið, munum það.
Við erum stoltir af því að vinna hjá fyrirtæki sem er einn helsti styrktaraðili þjóðaríþróttarinnar. Við hérna á miðunum segjum einfaldlega Áfram Ísland ! “
 
Frá þessu segir á  www.samherji.is

Nýjast