
Börnin skapa framíðina
Barnamenningarhátíðin Framtíðin okkar á Húsavík
Síðustu misseri hefur verið mikil umræða um menntamál á Íslandi sem ég tel vera afar jákvætt og fagna mjög. Við getum öll verið sammála um að það sé nauðsynlegt að ígrunda reglulega hvað gengur vel og hvað má betur fara í menntamálum.
Á Akureyri höfum við á undanförnum árum lagt mikla áherslu á að efla menntastofnanir okkar, allt frá fyrstu árum barna í leikskóla og áfram upp grunnskólagönguna. Þetta hefur ekki gerst af sjálfu sér. Þetta er árangur samstarfs foreldra, kennara, skólastjórnenda, starfsfólks og síðast en ekki síst þeirra sem taka ákvarðanir um fjármagn og forgangsröðun.
Samkvæmt skýrslu sem birst var á vef Ferðamálastofu í gær eyddu ferðamenn sem komu með easyJet til Akureyrar veturinn 2023-2024 eyddu 493 milljón krónum á ferðalögum um Norðurland. Miðað við sömu forsendur og voru notaðar í skýrslunni, má áætla að veturinn 2024-2025 hafi heildareyðslan verið ríflega 1200 milljónir króna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Markaðsstofa Norðurlands sendi út í dag og lesa má hér að neðan.
Í tilefni þess að 20 ár eru liðin frá því að Húni II hóf að bjóða skólabörnum í siglingar, færði Heimir Örn Árnason, formaður bæjarráðs, áhöfn Húna köku í tilefni dagsins
Norðurorka fagnar um þessar mundir 25 ára afmæli fyrirtækisins og af því tilefni verður margt um að vera á morgun laugardaginn, 13. september.
Blóðbankabíllinn verður við Orkuna á Húsavík þriðjudaginn 16. september frá kl. 11:00 til 16:00. Þar gefst íbúum og gestum tækifæri til að leggja sitt af mörkum með því að gefa blóð og stuðla þannig að björgun mannslífa.
„Þetta er gríðarlegur og ómetanlegur stuðningur,“ segir Hörður Óskarsson, brautarstjóri málmiðnbrautar VMA, um gjöf stoðtækjafyrirtækisins Össurar í Reykjavík til brautarinnar á dögunum. Í henni voru m.a. svokallaðir rennslisplattar, stungustál, stungufjaðrir, fræsarar, sérstakir endafræsarar, verkfærahaldarar o.fl.
Tveggja daga námskeið verður haldið í Sigurhæðum á Akureyri um næstu helgi þar sem ímyndunaraflið fær að ráða för. 8-10 ára börn kafa ofan í sögu íslensku sjókonunnar, búa til persónur, sögur og ævintýri úr efni sem finnst í fjörunni. Í lok námskeiðsins verður haldin sýning á afrakstri barnanna fyrir foreldra, aðstandendur og gesti þar sem verk þeirra verða saman að spennandi og lifandi heild. Leiðbeinendur eru Marsibil Sól Þórarinsdóttir Blöndal og Salóme Bregt Hollanders en þær eru báðar útskrifaðar frá Listaháskóla Íslands og fæddar og uppaldar á Akureyri og í Eyjafirði. Þær hafa mikla reynslu af skapandi vinnu með börnum.
Nýboruð vinnsluhola á Ytri-Haga var afkastaprófuð í dag. Í prófinu er holan loftblásin en við það léttist vatnssúlan þannig að vatnið rennur frá henni.
Nú eru nemendur á öðru ári í húsamíði komnir í fullan gang með að byggja þrjú frístundahús en þetta er árlegt verkefni og er nemendum afar mikilvægt og lærdómsríkt því bygging slíkra húsa kemur inn á svo marga þætti sem húsasmiðir þurfa að kunna skil á.
Það getur ekki öllum liðið alltaf vel. En það á heldur engum að líða alltaf illa. Passleg blanda er líklega best, horfa bjartsýn fram á veg, snúa baki við skugganum. Vita af þungum steinum, en láta þá ekki hafa áhrif á sig. Lífsviðhorf sem ætti að vera auðvelt og einfalt, en er það ekki fyrir marga. Alltof marga. Við vitum ekki hvað annað fólk burðast með, við þekkjum ekki skugga þeirra og þunga kaldagrjótsins sem á þeim hvílir. Þess vegna eigum við að temja okkur mildi og umburðarlyndi. Við þekkjum engan í raun og veru, dýpstu hugsanir þeirra, gleði, áföll og sorgir.
Framkvæmdir við nýtt þjónustuhús Hafnasamlags Norðurlands á Torfunefsbryggju ganga vel. Húsheild Hyrna átti hagstæðasta tilboðið í verkefnið.
Björn Ingólfsson lét af launuðum störfum hjá Grýtubakkahreppi 1. ágúst síðastliðinn. Björn hefur verið bókavörður frá 1984, framan af með störfum sínum sem skólastjóri Grenivíkurskóla. Björn hóf störf fyrir hreppinn sem kennari 1963 til 1964 og frá árinu 1968 hefur hann verið samfellt í starfi hjá Grýtubakkahreppi. „Þetta er ansi langur starfsferill og jafnframt farsæll,“ segir á vefsíðu hreppsins.
Í vor sendi Akureyrarbær út hvatningu til allra lóðarhafa iðnaðar- og athafnalóða í bænum þar sem þeim var bent á mikilvægi þess að fara í tiltekt.
Bókaklúbbur ungmenna á Amtsbókasafninu á Akureyri hlaut Hvatningarverðlaunum Upplýsingar á Degi læsis og Bókasafnsdeginum fyrr í vikunn. Hrönn Soffía Björgvinsdóttir umsjónarmaður klúbbsins tók við verðlaununum. Hvatningarverðlaunin eru veitt annað hvert ár. Þema dagsins í ár er : Lestur er bestur fyrir sálina.
„Allur réttur er áskilinn til að koma að formlegum mótmælum ásamt viðeigandi röksemdum varðandi úthlutun svæðisins sem sveitarfélagið hefur skilgreint sem lóðirnar Hofsbót 1 og 3, en úthlutunin var ekki staðfest af bæjarráði fyrr en á sama fundi og erindi umbjóðenda minna var tekið fyrir,“ segir í bréfi Sunnu Axelsdóttur lögmanns sem hún sendi bæjarráði fyrir hönd Bifreiðastöðvar Oddeyrar.
Í dag 10.september er alþjóðlegur forvarnadagur sjálfsvíga. Fólk hefur dáið úr sjálfsvígum frá morgni tímans og sú dánarorsök mun alltaf verða partur af mannlífinu ja rétt eins og krabbamein.
Laugardaginn 13. september kl. 15 verður boðið upp á leiðsögn með Margréti Jónsdóttur um sýningu hennar Kimarek–Keramik í Listasafninu á Akureyri. Sýningunni lýkur 28. september næstkomandi.
Ævintýragarðurinn við Oddeyrargötu 17 sem hefur verið opinn í allt sumar mun loka frá og með mánudeginum 15. september.
Kristín S. Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur og ein af stofnendum almannaheillafélagsins Vonarbrúar, tók til máls á útifundinum sem fram fór á Ráðhústorginu á Akureyri s.l. laugardag. Tilgangur félagsins er að koma hjálp beint til ungra fjölskyldna á Gaza en aðdragandann má rekja til þess að alþjóðlegum hjálparstofnunum var vísað út af Gaza og starfsfólk þeirra drepið. Vonarbrú styrkir yfir 70 fjölskyldur eftir þörfum en hefur jafnframt styrkt enn fleiri fjölskyldur með stökum styrkjum.
Nánari upplýsingar um hvernig hægt er að styrkja eða ganga í félagið má finna á heimasíðu Vonarbrúar, www.vonarbru.is
Ræða Kristínar kemur hér í kjölfarið.
Framundan í september, október og nóvember eru þrjár ólíkar listvinnustofur í Listasafninu á Akureyri. Þar verður börnum á grunnskólaaldri boðið að vinna verk undir leiðsögn kraftmikils listafólks án endurgjalds, en skráning er nauðsynleg. Opið er fyrir skráningu í fyrstu listvinnustofuna sem fer fram um næstkomandi helgi, dagana 13. -14. september. Þá mun myndlistarkonan Sigga Björg bjóða börnum í 1.- 4. bekk í teiknivinnustofu þar sem búnar verða til nýjar skepnur sem ekki hafa áður sést í heiminum. Þær verða samsettar úr þekktum dýra- eða skordýrategundum og þeim gefin nöfn og sérstakir eiginleikar. Teikningar af nýju skepnunum verða unnar í raunstærð þar sem engar hömlur verða settar á stærð þeirra, svo lengi sem þær rúmast í húsakynnum safnsins.
Háskólinn á Akureyri býður þér á námskeið þar er samþætt fræðileg og verkleg þjálfun í olíum og lífdísil
Nemendur og starfsfólk Stórutjarnaskóla fengu styrk síðastliðið vor úr Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins til að vinna að alþjóðlegu ungmennaverkefni sem ber nafnið „We – Við – Meie“. Verkefnið var leitt af Sigríði Árdal og Mariku Alavere í samstarfi við nemendur í 8.–10. bekk, og í september mun hópurinn taka á móti tíu ungmennum og kennurum þeirra frá Eistlandi.
Spennan magnast óneitanlega, því í dag hefst Euroskills - Evrópumót iðn- og verkgreina í Herning í Danmörku og stendur það fram á laugardag. Frá Íslandi fara þrettán keppendur, þar af eru tveir fyrrverandi nemendur í VMA; annars vegar Daniel Francisco Ferreira í rafvirkjun (húsarafmagni) og hins vegar Einar Örn Ásgeirsson í rafeindavirkjun.
Fjölmenni kynnti sér starfsemi Silfurstjörnunnar, laxeldisstöðvar Samherja fiskeldis í Öxarfirði sl. föstudag. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á stöðinni á undanförnum þremur árum og er framkvæmdum í meginatriðum lokið.
Um 450 manns tóku þátt í útifundi með yfirskriftinni Þjóð gegn þjóðarmorði sem haldinn var á Ráðhústorgi á Akureyri um liðna helgi. Slíkir fundir voru haldnir samtímis á 6 stöðum á landinu.
Rekstrarstöðvun PCC á Bakka hefur víðtæk áhrif í samfélaginu á Húsavík og nágrenni. Starfsfólk hefur misst vinnu og eru margir að meta sína stöðu. Ætla má að a.m.k. 20-30 verktakar, iðnaðarmenn og þjónustufyrirtæki verði fyrir beinum áhrifum vegna minni umsvifa. Sveitasjóður og Hafnasjóður Norðurþings verða fyrir miklum fjárhagslegum áhrifum og þarf að horfa til þess við fjáhagsáætlanagerð nú í haust.