Akureyri hlýjasti desember frá upphafi mælinga
Það fór ekki framhjá neinum að desember var óvenjulega hlýr og var hiti langt yfir meðallagi. Á landsvísu var þetta þriðji hlýjasti desembermánuður frá upphafi mælinga. Jólin voru sérstaklega hlý þegar sunnanhvassviðri gekk yfir landið.