Fuglelskandi hjúkrunarfræðingur og nýyrðasmiður Vísindafólkið okkar – Sigríður Sía Jónsdóttir
Vísindafólkið okkar er mánaðarleg kynning á rannsakendum. Sigríður Sía Jónsdóttir, dósent við Hjúkrunarfræðideild, er vísindamanneskja desembermánaðar.
Vísindafólkið okkar er mánaðarleg kynning á rannsakendum. Sigríður Sía Jónsdóttir, dósent við Hjúkrunarfræðideild, er vísindamanneskja desembermánaðar.
„Mig hefur alltaf langað til að eiga bakarí eða kaffihús,“ segir Fanndís Dóra Qypi Þórisdóttir, eigandi Dísu Café
Eitt af mikilvægum verkefnum á árinu hjá nýjum safnstjóra Listasafnsins á Akureyri, Sigríði Örvarsdóttur, hefur verið að efla viðhald og forvörslu útilistaverka bæjarins. Í sumar var gerð heildstæð, fagleg úttekt á 43 verkum í bæjarlandiu, í samstarfi við franska listaverkaforvörðinn Camille Amoros, sem starfar við forvörslu útilistaverka við hina frægu kirkju Notre Dame í París, með aðstoð frá myndlistarforverðinum Kristínu Gísladóttur sem starfar hér á landi. Þetta var í fyrsta sinn sem heildstætt mat á ástandi útilistaverka bæjarins var framkvæmt, með skráningu og ljósmyndun, sem gerir Listasafninu kleift að forgangsraða í viðhaldi þeirra og vernd í framtíðinni.
Sveitarfélagið Norðurþing losar sig daglega við um það bil 75 kíló af textíl. Það gera um tvö tonn á mánuði.
Í minni samfélögum eru mörk milli vinnu og einkalífs oft óskýrari en t.d. á höfuðborgarsvæðinu. Starfsfólk og stjórnendur þekkjast í gegnum fjölskyldutengsl, félagsstörf, íþróttir eða aðra samfélagsþætti. Þessi nánd getur verið bæði styrkur og áskorun – ekki síst þegar kemur að mannauðsmálum og félagslegri ábyrgð fyrirtækja eða stofnana á svæðinu.
Á dögunum bauð DNG færavindur smábátaeigendum á Norðurlandi í heimsókn í húsakynni fyrirtækisins á Akureyri. Viðburðurinn var skipulagður í samstarfi við Klett, félag smábátaeigenda á Norðurlandi eystra, og tókst afar vel. Aðsókn var mjög góð og var gestum fagnað með kynningu á framleiðslu, tækninýjungum og framtíðarþróun færavinda.
Það var mikið um dýrðir þegar íbúar Grýtubakkahrepps fögnuðu 100 ára afmæli Gamla skóla á Grenivík á dögunum, en þann 1. desember sl. voru liðin 100 ár frá vígslu skólans.
Boðið verður upp á leiðsögn um yfirlitssýningu á verkum Óla G. Jóhannssonar, Lífsins gangur á Listasafninu á Akureyri. Þá munu sýningarstjórarnir Sigríður Örvarsdóttir, safnstjóri, og Magnús Helgason, myndlistarmaður, segja gestum frá sýningunni og einstaka verkum. Aðgangur er innifalinn í miðaverði Listasafnsins.
Í Grímsey eru starfrækt tvö félög, Kiwanisklúbburinn Grímur og Kvenfélagið Baugur. Þrátt fyrir að bæði félögin séu lítil og margir félagsmenn brottfluttir, eru þau ótrúlega virk og öflug. Á fundum félaganna mæta oft um tíu manns, og stundum færri, en félagsmenn sýna mikinn eldmóð þegar viðburðir eru skipulagðir eða unnið að góðgerðarmálum.
Á fundi hafnarstjórnar 10. desember síðastliðinn var veitt Berginu – Headspace samfélagsstyrk Hafnasamlags Norðurlands. Upphæð styrksins er ein milljón króna.
Mikið álag hefur verið á Sjúkrahúsinu á Akureyri til lengri tíma og mönnun heilbrigðisstarfsfólks verið mikil áskorun.
„Við munum halda áfram að berjast fyrir áætlunarflugi milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Það er mikilvægt byggðamál að samgöngur hér á landi séu í viðunandi horfi,“ segir Aðalsteinn Á. Baldursson formaður Framsýnar á Húsavík.
Nú er svartasta skammdegið gengið í garð og dagarnir orðnir stuttir. Foreldrar eru því minntir á mikilvægi þess að tryggja að börn beri endurskinsmerki.
Nokkrir valinkunnir trillukarlar í Sandgerðisbót brydda upp á þeirri nýjung að bjóða upp á vöfflur með rjóma í Bótinni á laugardag, frá kl. 11 til 14 og vænta þeir þess að áhugasamir bæjarbúar líti við og eigi góða stund á aðventunni. Ísfell og Veiðiríkið styðja framtakið.
Amtsbókasafnið á Akureyri hlaut styrk úr Þróunarsjóði innflytjendamála fyrir árið 2025 fyrir verkefnið Fjölmenningarlegt kosningakaffi.
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifaði pistil og póstaði á Facebook nú síðdegis, hann gaf góðfuslegt leyfi til birtingar á vef Vikublaðsins.
Það vakti upp blendnar tilfinningar að endurreisn Niceair stæði fyrir dyrum.
Ragnar Hólm Ragnarsson, myndlistarmaður hefur gefið Sjúkrahúsinu á Akureyri olíumálverk og vatnslitamynd.
Aðilar í Þýskalandi hafa verið með í undirbúningi flugi milli Akureyrar og Kaupmannahafnar. Samkvæmt heimildum vefsins er ætlunin að fljúga á fimmtudögum og sunnudögum og að fyrsta flug verði í febrúar n.k.
Talsvert mikil aukning var í fjölda farþega sem fóru í hvalaskoðun frá Húsavík á árinu 2025, þetta kemur fram í frétt á vef Norðurþings í dag.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) hefur verið falið að taka við rekstri hjúkrunarheimilisins Hornbrekku á Ólafsfirði í Fjallabyggð, í kjölfar uppsagnar Fjallabyggðar á samningi um rekstur heimilisins. Áætlað er að HSN taki við rekstrinum í síðasta lagi 1. apríl 2026.
Forseti Alþingis, Þórunn Sveinbjarnardóttir,
Í Háskólanum á Akureyri eru yfir hundrað viðburðir á ári hverju. Þeir eru fjölbreyttir og eru í formi ráðstefna, opinna daga, brautskráninga og málþinga svo eitthvað sé nefnt.
Búið er að gangsetja rafrænt lyfjafyrirmæla- og lyfjaskráningarkerfi, Therapy, á bráðamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri (BMT). Tilgangur þess er að bæta lyfjaöryggi sjúklinga og gera lyfjaskráningu skilvirkari þannig að lyf ávísuð í Therapy fylgi sjúklingi, óháð deildinni sem hann er á. Þessum áfanga var skiljanlega fagnað á bráðamóttökunni í með góðum kaffitíma.
Umhverfis-og mannvirkjaráð Akureyrar hefur samþykkt fyrir sitt leyti samning sem lagður var fram á fundi ráðsins á dögunum um afnot af landi til reksturs sleðabrautar á milli Hlíðarfjalls og Hálanda.
Vandinn sem blasir við á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk) og í heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi er flókinn og margþættur. Í grunninn má þó rekja nær allan vandann til skorts á starfsfólki til að sinna þjónustunni.
Sönghópurinn Sálubót verður með sína árlegu Jóla-og smákökutónleika annað kvöld 9. des í Þorgeirskirkju og hefjast þeir kl 20:00.
„Mér líður alltaf vel eftir blóðgjöf, er bara hress og kát,“ segir Lilja Gísladóttir sem gaf blóð hjá Blóðbankanum á Glerártorgi í 50. sinn nýverið. Lilja hefur reglulega gefið blóð undanfarin ár. Hún fagnaði sextugsafmæli sínu á fullveldisdaginn, 1. desember síðastliðinn og hefur góð markmið varðandi blóðgjafir til framtíðar litið.