Þröstur Guðjónsson sæmdur heiðurskrossi ÍF

Anna K. Vilhjálmsdóttir, formaður ÍF í pontu. Á bak við hana standa Jóhann Arnarsson, varaformaður t…
Anna K. Vilhjálmsdóttir, formaður ÍF í pontu. Á bak við hana standa Jóhann Arnarsson, varaformaður t.v. og Þröstur Guðjónsson t.h.

 Aðalfundur Akurs sem haldinn var á dögunum var vel sóttur og var formaður félagsins, Hrafnhildur Haraldsdóttir endurkjörin.

ÍF sendi tvo fulltrúa á fundinn og annar þeirra, Jóhann Arnarsson varaformaður ÍF sæmdi Þröst Guðjónsson heiðurskrossi ÍF, æðsta heiðursmerki sambandsins.

„Þröstur Guðjónsson hefur starfað að íþróttamálum fatlaðra í áratugi. Auk starfa hjá íþróttafélaginu Akri og ÍBA hefur hann verið ómetanlegur liðsmaður Íþróttasambands fatlaðra.Þar hefur hann komið að óteljandi verkefnum og ávallt verið tilbúinn til að liðsinna með lítil sem stór verkefni. Hann hefur verið í forsvari bocciaíþróttarinnar, sótt fundi út fyrir landsteinana og verið fararstjóri og þjálfari á mótum erlendis. Hann hefur verið mótsstjóri, yfirdómari og komið að fjölbreyttum verkefnum varðandi þróun og mótahald innanlands. Þröstur er einn af brautryðjendum á sviði skíðaíþrótta fatlaðra og var í forsvari þróunar á því  sviði jafnt sem formaður vetraríþróttanefndar ÍF, sem leiðbeinandi og stjórnandi námskeiða og sem lykiltengiliður ÍF við VMÍ.

Hverju því hlutverki sem hann hefur tekið að sér í íþróttastarfi fatlaðra á Íslandi hefur hann sinnt af hugsjón. Það hefur verið ómetanlegt fyrir ÍF að hafa þennan mikilvæga liðsmann og fáir sem hafa lagt eins mikið að mörkum til íþróttastarfs fatlaðra á Íslandi og Þröstur Guðjónsson,“ segir í umsögn ÍF um Guðjón. Eiginkona Þrastar, Margrét Sölvadóttir, fékk einnig þakkir fyrir sitt framlag til íþróttamála fatlaðra.

Auk þess heiðraði Akur þessa félagsmenn:

Þorstein Stefánsson í tilefni af 50 ára afmæli.

Þröst Guðjónsson í tilefni af 70 ára afmæli.

Jón Heiðar Jónsson fékk silfurmerki Akurs.

Jósep Sigurjónsson fékk gullmerki Akurs.

 


Athugasemdir

Nýjast