Bæjarfulltrúi segir skipulagsslys í uppsiglingu á Tjaldsvæðareit
„Í uppsiglingu er skipulagsslys á tjaldsvæðisreitnum,“ segir Jón Hjaltason bæjarfulltrúi á Akureyri um Tjaldsvæðisreitinn svonefnda. Jón situr í skipulagsráði og er óflokksbundinn. Fjallað var um tillögu að útboðsskilmálum fyrir lóðir innan svonefnds Tjaldsvæðisreits á fundi ráðsins á dögunum, en afgreiðslu var frestað. Kveðst Jón margoft hafa bent á það sem kann kallar skipulagsslys í bókunum áður.