Akureyri er jólabærinn
Jólatorgið á Ráðhústorgi verður opnað laugardaginn 29. nóvember þegar ljósin á jólatrénu verða tendruð við hátíðlega athöfn.
Jólatorgið á Ráðhústorgi verður opnað laugardaginn 29. nóvember þegar ljósin á jólatrénu verða tendruð við hátíðlega athöfn.
Skipulagsráð Akureyrar hefur hafnað erindi frá fyrirtækinu Ásco ehf sem sótti um iðnaðar- og athafnalóð undir starfsemi sína við Norðurtanga 7 á Akureyri.
Dagana 6. til 17. nóvember má sjá, inn um glugga Mjólkurbúðarinnar í Listagilinu á Akureyri, myndlistarmanninn Aðalstein Þórsson mála sjö málverk.
Píanókvartettinn Negla heldur tónleika í Hömrum í Menningarhúsinu Hofi sunnudaginn 9. nóvember kl 16.
Í þriðja sinn í röð stendur Velferðarsjóður Eyjafjarðar fyrir sölu á Velferðarstjörnunni, í samstarfi við Glerártorg og Slippinn Akureyri.
Bæjarstjórn hefur nú samþykkt breytingar á skipulagi lóðarinnar við Viðjulund 1 á Akureyri en sú lóð er í eigu dótturfélags KEA og Húsheildar-Hyrnu.
Verkefnið er samstarfsverkefni Borgarhólsskóla, leikskólans Grænuvalla, Miðstöð skólaþróunar Háskólans á Akureyri og Natöschu Damen sjúkraþjálfara
Þær Petra Sif og Björg Jónína iðjuþjálfar hjá Heilsuvernd Hjúkrunarheimili, hófu haustið 2024 nám í Ráðgjöf um málefni einstaklinga með heilabilun og aðstandendur þeirra sem er ný námsleið hjá Háskólanum á Akureyri og Háskóla Íslands
Ráðist verður strax í aðgerðir á Norðausturlandi til að auka afhendingargetu og afhendingaröryggi raforku í landshlutanum. Þannig skapast forsendur fyrir aukinni atvinnuuppbyggingu og jákvæðri byggðaþróun á svæðinu til skemmri og lengri tíma.
Vélfag ehf., í samstarfi við meirihlutaeiganda félagsins, hefur lagt fram kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) með beiðni um hraðaða brotamálsmeðferð gegn íslenska ríkinu.
Í síðustu viku var stigið mikilvægt skref fyrir ungt fólk á húsnæðismarkaði. Ákveðið var að festa í sessi heimildina til að ráðstafa séreignarsparnaði inn á íbúðalán og við fyrstu kaup. Þetta er tímabært og skynsamlegt skref, og eitthvað sem Viðreisn hefur lengi talað fyrir.
Í gegnum tíðina hefur mikill meirihluti nemenda í hársnyrtiiðn verið konur og svo er raunar enn. En karlarnir hafa sótt í sig veðrið í þessum efnum, í það minnsta eru nú fjórir karlar af ellefu nemendum á annarri önn í hársnyrtiiðn í VMA.
Þrír nemendur MA komust áfram í Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema, sem haldin var 30. september.
Út er komin hjá Bókaútgáfunni Hólum bókin Með frelsi í faxins hvin – riðið í strauminn með Hermanni Árnasyni, sem Hjalti Jón Sveinsson hefur skráð.
Allt hestafólk, hvar svo sem á landinu það býr, kannast við hestafrömuðinn Hermann Árnason á Hvolsvelli. Hann hefur stundað hestamennsku frá blautu barnsbeini og hafa tamning hrossa og meðferð þeirra, auk hestaferða, verið hugsjón hans alla tíð. Sum verkefni hans hafa verið hans eru með ólíkindum, eins og Vatnareiðin 2009 þegar hann reið, ásamt félögum sínum, yfir allar ár sem á vegi þeirra urðu frá Höfn í Hornafirði og vestur fyrir Hvítá í Árnessýslu. Að sjálfsögðu er sagt frá því ferðalagi í bókinni og einnig er fjallað Stjörnureiðina svokölluðu sem Hermann skipti í tvo 40 daga leiðangra, árin 2016 og 2018, og reið þá þvers og kruss yfir landið, á þann hátt að ferðirnar mynduðu orðið stjörnu þegar hann fór af hestbaki í lokin hennar. Þá segir frá Flosareiðinni 2016 þegar Hermann og tveir félagar hans riðu í spor Flosa í því skyni að sannreyna frásögn Njálssögu. Hér á eftir verður gripið niður í þá frásögn
Vinnumálastofnun mun á næstu vikum hafa aukna viðveru á Húsavík. Starfsfólk þeirra mun hafa aðstöðu á Skrifstofu stéttarfélaganna, Garðarsbraut 26, venju samkvæmt.
Það verður sannkölluð jólastemming í Norðurþingi alla aðventuna! Fyrirtæki, íbúar og stofnanir eru hvött til standa fyrir viðburðum eða uppákomum til að koma íbúum, sem og gestum og gangandi, í jólaskapið.
Sæfari hefur hafið siglingar á ný milli Dalvíkur og Grímseyjar eftir að hafa verið í slipp allan október vegna viðhalds. Fyrsta áætlunarferðin er í dag, með siglingu til Hríseyjar, og á morgun fer fyrsta ferðin til Grímseyjar eftir hléið.
Það er fátt sem reynir meira á mann en að verða veikur, nema kannski að upplifa að manni sé ekki trúað. Þegar líkaminn bregst, en samfélagið virðist efast. Þegar fólk sem stendur í daglegu stríði við orkulítið líf og stöðug hjartsláttarónot finnur að kerfið sér það ekki.
Hvenær verður vandi að krísu?
Að íslensk leikskólabörn séu æ oftar farin að spjalla sín á milli á ensku, telja á ensku, þekkja litina á ensku: Vandi eða krísa? Að nærri helmingur drengja geti ekki lesið sér til gagns: Vandi eða krísa? Að Ísland sé neðst Norðurlanda þegar kemur að lesskilningi nemenda, og að staðan sé sú að fá þátttökuríki PISA hafi lækkað jafnmikið frá síðustu aldamótum: Vandi eða krísa?
Ég biðst afsökunar á því að komast ekki á fundinn núna á fimmtudaginn. Þar hefði ég sannarlega viljað vera og heyra álit ykkar á skipulagsmálum. Ekki síst þeirri þéttingarstefnu sem bæjaryfirvöld hafa sett á oddinn nú um alllangt skeið.
Jóhannes Geir Sigurgeirsson frá Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit hlaut viðurkenningu fyrir störf í þágu ferðaþjónustu á uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi sem haldin var í Skagafirði nýverið.
Alvarlegt ástand malarvega í Þingeyjarsveit var til umræðu á fundi sveitarstjórnar á dögunum, en á þessu kjörtímabili hefur sveitarstjórn bókað þrisvar sinnum um bágt ástand þeirra.
„Rótarý hefur gefið mér margt. Félagsskapurinn er ómetanlegur – það að kynnast fólki úr ólíkum geirum og með mismunandi reynslu hefur bæði víkkað sjóndeildarhring minn og veitt mér innblástur. Ég hef einnig fengið tækifæri til að taka þátt í verkefnum sem hafa raunveruleg áhrif á líf annarra, bæði hér heima og erlendis,“ segir Elín Hrönn Einarsdóttir félagi í Rótarýklúbbi Akureyrar. Hún starfar sem iðjuþjálfi/ráðgjafi hjá Starfsendurhæfingu Norðurlands.
Viljayfirlýsing um aukið samstarf á milli Akureyrarbæjar og Gimli í Kanada hefur verið undirrituð. Með yfirlýsingunni er styrkari stoðum rennt undir samstarf á sviði menningarmála, menntunar, sjálfbærrar ferðaþjónustu og nýsköpunar.
Þriðjudaginn 4. nóvember kl. 16.15 heldur Ragnheiður Björk Þórsdóttir, textíllistamaður, síðasta Þriðjudagsfyrirlestur ársins undir yfirskriftinni Að byggja stafræna textílbrú milli fortíðar og framtíðar. Aðgangur er ókeypis.
Ég er oft spurður um það hvort ég mundi taka að mér að vera verjandi kynferðisbrotamanns, barnaníðings eða hryðjuverkamanns sem hefði drýgt hroðaleg níðingsverk. Ég svara undantekningalaust játandi og margir verða undrandi og jafnvel hneykslaðir á svarinu.
„Líffræðin er órjúfanlegur þáttur okkar daglega lífs,“ segir Eva María Ingvadóttir, aðjúnkt við Auðlindadeild, aðspurð um mikilvægi líffræðinnar, kennslu og rannsóknir henni tengdar. „Fólk getur alveg reynt að leiða líffræðina hjá sér en fyrr eða síðar finnur hún okkur.“