Tjaldsvæðisreitur - Lágmarksverð fyrir byggingarétt tæplega 300 milljónir króna
„Við rennum svolítið blint í sjóinn, þetta er ný aðferð hjá okkur og við vitum auðvitað ekki hvað kemur út úr þessu útboði,“ segir Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi Akureyrarbæjar. Samþykkt hefur verið að leita eftir kauptilboðum í byggingarrétt þriggja lóða fyrir íbúðarhús á svokölluðum Tjaldsvæðisreit. Frestur til að sækja um lóðirnar rennur út á hádegi þann 12. febrúar næstkomandi. Ekki verður hægt að bjóða eingöngu í eina lóð heldur eru þær boðnar út sem ein heild.