 
	Veður fer hlýnandi
Fyrsti vetrardagur var um liðna helgi og óhætt er að segja að landsmenn hafi fengið áminningu um það hvað framundan gæti verið næstu mánuði s.l. 10 daga eða svo.
 
	Fyrsti vetrardagur var um liðna helgi og óhætt er að segja að landsmenn hafi fengið áminningu um það hvað framundan gæti verið næstu mánuði s.l. 10 daga eða svo.
 
	Bæjarráð Akureyrar fagnar því að þingsályktunartillaga um borgarstefnu hafi verið samþykkt og leggur áherslu á að sveitarfélagið sé reiðubúið að taka virkan þátt í vinnu við gerð aðgerðaáætlunar. Akureyri er nú skilgreind sem svæðisborg eftir samþykkt á Alþingi. Með borgarstefnu er stuðlað að þróun og eflingu tveggja borgarsvæða á Íslandi.
 
	Þessa vikuna er verið að fjarlægja raflínumöstur Laxárlínu í Kjarnaskógi enda búið að leggja allar raflínur í jörð en vegna þessa má búast við umferð vinnutækja á göngu- og skíðabrautum.
 
	„Ég á frændfólk og vini á Akureyri og hlakka því alltaf til að halda í höfuðstað Norðurlands, borgina góðu norðan heiða sem við þurfum að efla og styrkja enn frekar svo að skynsamlegt jafnvægi í byggð haldist nú eitthvað í landinu. Þá skiptir öflugt háskólasamfélag miklu máli,“ svarar Guðni aðspurður um heimsókn hans norður yfir heiðar.
 
	Um það bil 1000 manns komu saman á Laugum 25. október til þess að fagna 100 ára afmæli Laugaskóla. Sigurbjörn Árni Arngrímsson skólameistari var hrærður eftir hátíðardagskrána, sem var vel skipulögð og mjög svo í anda Laugamanna. Nóg sungið og slegið á létta strengi, gengið um hallir minninganna saman og góðum degi lokið með Sæmundi í sparifötunum og mjólkurglasi í matsalnum.
 
	„Besti bitinn af þorskinum,“ frosnir þorskhnakkar frá Samherja, verða fáanlegir í matvöruverslunum innanlands frá og með deginum í dag. Hér er um að ræða hágæðaafurð af þorski sem er veiddur á djúpslóð og unninn í vinnsluhúsum Samherja á Eyjafjarðarsvæðinu.
 
	Arion banki stendur fyrir tveimur spennandi viðburðum á Akureyri í þessari viku.
Sá fyrri er hluti af Konur fjárfestum átaksverkefni bankans og fer fram á Drift EA fimmtudaginn 30. október kl. 17:00. Farið verður yfir grunnatriði í fjárfestingum og praktísk atriði varðandi stofnun fyrirtækja. Fullbókað er á viðburðinn.
 
	Benóný Valur Jakobsson, Ísak Már Aðalsteinsson og Rebekka Ásgeirsdóttir skrifa
 
	Liðlega tvö þúsund tonn af laxi hafa verið unnin á þessu ári í Silfurstjörnunni, landeldisstöð Samherja fiskeldis ehf. í Öxarfirði.
 
	Þriðjudaginn 28. október kl. 16.15 heldur Elín Berglind Skúladóttir, sjónlistakennari og listakona, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu undir yfirskriftinni Að ná tökum á tækni. Þar mun hún fjalla um leirlífið, námskeiðin, myndlistarkennsluna, Þúfu46 og framhaldið. Aðgangur er ókeypis.
 
	 
	Skipulagsráð Akureyrarbæjar hefur lagt til að samþykktar verði tillögur um tvö svæði í bænum undir smáhýsi fyrir sértæk búsetuúrræði.
 
	„Enginn heimsókn er eins, en þær eiga það allar sameiginlegt að vera yndislegar og mér verður hlýtt í hjartanu í hvert skipti,“ segir Sunna Valsdóttir sem er hundavinur á vegum Rauða krossins við Eyjafjörð. Hún hefur verið heimsóknarvinur með hund frá árinu 2022 og starfar nú sem hópstjóri í verkefninu sem hún segir að sé gefandi og skemmtilegt. Siberian Husky hundar hennar, Logi og Kolur vekja alltaf lukku þegar þeir mæta í Brekkukot en þangað mæta þeir með Sunnu sinu sinni í viku.
 
	 
	Hvað liggur konu á rúmlega miðjum aldri á hjarta nú þegar haustið minnir á sig með beljandi rigningu og ekki er undan neinu að kvarta.
 
	Vísindafólkið okkar er mánaðarleg kynning á vísindafólkinu okkar. Joan Nymand Larsen, prófessor við Félagsvísindadeild, er vísindamanneskja októbermánaðar.
 
	-Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri Norðurþings segir fulla ástæðu til bjartsýni fyrir framtíðinni þrátt fyrir erfiða stöðu núna
 
	Í tilefni dagsins stóðu nokkur félagasamtök fyrir samstöðufundi kl. 14:00 í Félagsheimilinu Breiðumýri. Fullt hús og boðið var upp á magnaða dagskrá með söng með fróðlegu efni í bland.
 
	Á aðalfundi Framsýnar í vor var ákveðið að minnast kvennaársins 2025 með gjöf á 5 sætisbekkjum sem komið yrði fyrir í núverandi og þáverandi sjávarbyggðum á félagssvæðinu
 
	Norðlensk hönnun og handverk stendur fyrir sýningu nú um komandi helgi, 25. - 26. október næstkomandi í Hlíðarbæ.
 
	Skólahald hefur verið samfleytt á Laugum í Reykjadal allt frá árinu 1925 er Alþýðuskóli Þingeyinga hóf göngu sína. Á Laugum er því löng og rík menntahefð og í raun og veru er saga Laugaskóla menningarsaga Þingeyinga drjúgan hluta 20. aldar. Síðan þá er mikið vatn til sjávar runnið og miklar og margvíslegar breytingar hafa orðið á skólakerfinu í landinu og þá um leið skólanum á Laugum.
 
	Kuldi og trekkur en konur og kvár létu sig ekki vanta á Ráðhústorgið á Akureyri í morgun og svöruðu með því kalli Samtaka launafólks og fjölmörgum öðrum samtökum launafólks kvenna og kvára sem höfðu kvatt til góðrar mætingar.
 
	Stjórnvöld tala oft um mikilvægi fyrirsjáanleika í rekstrarumhverfi. Því miður stendur íslensk ferðaþjónusta frammi fyrir röð ákvarðana stjórnvalda sem ganga gegn þessari umræðu. Greinin stendur á krossgötum: annað hvort sækjum við fram, bætum gæði vöru og þjónustu, styrkjum upplifun gesta og afkomu greinarinnar – eða við förum leið aukinnar skattlagningar sem dregur úr umsvifum og skaðar íslenskt efnahagslíf. Sú leið virðist nú hafa verið valin og að sjálfsögðu fyrirvaralítið. Einnig má minna á að aukin skattprósenta skilar ekki alltaf auknum tekjum, það munu stjórnvöld því miður reka sig á.
 
	Eftir þrjátíu ár í Bandaríkjunum ákvað Áslaug Ásgeirsdóttir að flytja heim til Íslands þar sem hún tók við embætti rektors Háskólans á Akureyri. Við settumst niður með henni til að ræða heimkomuna, nýtt hlutverk, leiðtogahlutverk kvenna í háskólasamfélaginu og framtíðarsýn HA.
 
	Laugardaginn 25. október kl. 15-15.30 verður boðið upp á almenna leiðsögn í Listasafninu á Akureyri um sýningar Bergþórs Morthens, Öguð óreiða, og Barbara Long, Himnastigi, auk veruleikasýningarinnar Femina Fabula. Jafnframt verður fjölskylduleiðsögn um tvær fyrstnefndu sýningarnar í boði daginn eftir, sunnudaginn 26. október kl. 11-12. Aðgangur að almennu leiðsögninni er innifalinn í aðgöngumiða á safnið, en aðgangur að fjölskylduleiðsögninni er ókeypis í boði Norðurorku og að henni lokinni er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum sýninganna.