Hátt í 300 manns sóttu ráðstefnu um framtíð Bakka
Eimur, Norðurþing, Landsvirkjun og Íslandsstofa stóðu fyrir opinni ráðstefnu á Fosshótel Húsavík fimmtudaginn 20. nóvember, s.l. Yfirskrift ráðstefnunnar var „Framtíðin á Bakka – Samvinna, sjálfbærni og sóknarfæri“, og markmið hennar var að efla umræðu og samstöðu um framtíðarsýn fyrir atvinnuuppbyggingu á Bakka við Húsavík og á öllu Norðurlandi.