Smábátaeigendur kynntu sér nýjustu tækni
Á dögunum bauð DNG færavindur smábátaeigendum á Norðurlandi í heimsókn í húsakynni fyrirtækisins á Akureyri. Viðburðurinn var skipulagður í samstarfi við Klett, félag smábátaeigenda á Norðurlandi eystra, og tókst afar vel. Aðsókn var mjög góð og var gestum fagnað með kynningu á framleiðslu, tækninýjungum og framtíðarþróun færavinda.