Fallorka hættir sölu á rafmagni til heimila og fyrirtækja 1 jan. n.k.
Hér með tilkynnist að Fallorka mun frá og með 1.janúar 2026 hætta allri sölu á rafmagni til heimila og fyrirtækja og beina starfsemi sinni að framleiðslu á raforku.
Þann 1.júlí sl. gerðu Fallorka og Orkusalan með sér samning um að Orkusalan bjóði viðskiptavinum Fallorku þjónustu sína og selji þeim raforku á hagstæðum kjörum. Með því tryggir Fallorka að viðskiptavinir þeirra verði ekki fyrir óþægindum við þessar breytingar og hafi auðvelt aðgengi að söluaðila rafmagns.