Eins og fram hefur komið lætur Sigríður Huld Jónsdóttir af embætti skólameistara við Verkmenntaskólan á Akureyri mánaðarmótin júli, ágúst n.k. Heimasíða VMA tók viðtal við hana að þessu tilefni sem vefur Vikublaðsins fékk góðfúslegt leyfi til að birta hér.
Á morgun, laugardaginn 24. maí, brautskráir Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari nítjánda nemendahópinn frá Verkmenntaskólanum á Akureyri. Þetta verður síðasta brautskráning hennar því hún hefur sagt starfi sínu lausu og mun formlega láta af störfum 31. júlí nk. Hún verður þó áfram í skólanum fram í ágúst til þess að ganga frá ýmsum lausum endum og leggja eftirmanni sínum lið fyrstu vikurnar í starfi.