Samherji gagnrýnir RÚV harðlega

Fiskvinnsluhús Samherja Dalvik.   Mynd Samherji
Fiskvinnsluhús Samherja Dalvik. Mynd Samherji

Í tilkynningu á vefsíðu sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja nú í dag er sett fram hörð gagnrýni á fréttaskýringu Ríkisútvarpinu sem var sett fram í þættinum,  Þetta helst, síðasta mánudag og í grein á vefsíðu fjölmiðilsins á miðvikudag. 

Segir í tilkynningunni m.a. að fréttamaður Ríkisútvarpsins hafi í rauninni aðeins verið að endurvinna og vitna í grein sem hann skirfaði sjálfur í vikublaðið Stundina árið 2020. Framsetning Ríkisútvarpsins núna, fyrirsagnir og myndbirtingar þjóna, samkvæmt tilkynningunni, þeim eina tilgangi

,,að blekkja, afvegaleiða og valda fólki skaða, fremur en að upplýsa lesendur”.  ,,Fundurinn er sagður hafa átt sér stað um hálfu ári eftir að viðkomandi lét af störfum hjá gjaldeyriseftirlitinu. Lögreglumaðurinn fyrrverandi er í fréttinni sagður „rannsakandi“ í svokölluðu Seðlabankamáli, þrátt fyrir að hafa látið af störfum skömmu eftir að Seðlabankamálið hófst árið 2012,“   ,,Skriflegar spurningar bárust Samherja frá umsjónarmanni þáttarins sama dag og þátturinn var fluttur. Væntanlega var þátturinn svo að segja fullunninn á þeim tímapunkti. Þetta vinnulag umsjónarmannsins er þekkt."  Þetta kemur fram á vef Samherja

Greinina i heild sinni má lesa með þvi að smella á slóðin hér að neðan.

https://www.samherji.is/is/frettir/vegna-endurvinnslu-ruv-a-fimm-ara-gomlu-efni

Hér er slóð á umfjöllun RUV.:

https://www.ruv.is/frettir/innlent/2025-05-21-ppp-skjolin-varpa-ljosi-a-fimm-ara-gamla-radgatu-um-samherja-444431

Hér er slóð á aðsenda grein sem Hreiðar Eiriksson lögmaður skrifaði og birtist i Vikublaðinu 3 april s.l.

https://www.vikubladid.is/is/adsendar-greinar/fishrotmalid-og-samherji-hvad-dvelur-orminn-langa-1

Nýjast