Undirskrift í grunni hjúkrunarheimilisins á Húsavík

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Norðurþings sk…
Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Norðurþings skrifuðu undir. Mynd/epe.

Í dag, föstudag undirrituðu Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Norðurþings samkomulag á milli Félags- og húsnæðismálaráðuneytisins og Norðurþings um breytt fyrirkomulag vegna byggingar hjúkrunarheimilis á Húsavík fyrir allt að 60 rými.

Undirritunin fór fram í grunni hjúkrunarheimilisins Auðbrekku 2 og í kjölfarið var boðið upp á kaffi og kleinur í Miðhvammi.

„Það má með sanni segja að barátta sveitarstjórna Norðurþings og nágrannasveitarfélaganna fyrir nýju hjúkrunarheimili hafi staðið í mörg ár. Því er afar ánægjulegt að undirrita í dag þetta samkomulag um uppbyggingu 60 rýma hjúkrunarheimilis á Húsavík án ábyrgðar sveitarfélaganna á fjármögnun. Það verður sannarlega stór og langþráð stund þegar íbúar og starfsfólk Hvamms geta flutt úr núverandi húsnæði, sem er barn síns tíma, og í nýja hjúkrunarheimilið,“ sagði Katrín sveitarstjóri Norðurþings.

Nýjast