Rómantík er nýjasta skógarafurðin 

Á Facebooksíðu Skógræktarfélags Eyjafjarðar er skemmtileg frásögn, í henni er kastað fram hugmynd sem um er að gera að skoða hvort ekki eigi við hjá þér lesandi góður.

Frásögnin er svohljóðandi:

,,Rómantík er nýjasta skógarafurðin 
 
Eigendur þessara fallegu handa gengu í hjónaband fyrir 5 árum síðan og eiga því trébrúðkaupsafmæli nú í ár. Þau langaði að gróðursetja tré á trébrúðkaupsdaginn, við fundum með þeim flott tré hjá nágrönnum okkar í Sólskógar ehf og hugljúfan stað í Kjarna til að koma því fyrir á.
 
Þau skötuhjú gróðursettu svo tréð þegar stóra stundin rann upp og geta endurnýjað heitin við tréð sitt í Kjarnaskógi um ókomin ár. Þetta er náttúrulega algert „win win“ því aðrir meðlimir Kjarnasamfélagsins fá einnig notið trésins þó við gefum ekkert uppi um staðsetningu þess.
 
Við hjá Skógræktarfélaginu erum svo glöð með þetta framtak þeirra turtildúfna að við ætlum að bjóða öllum þeim sem eiga trébrúðkaup í ár að hafa samband við okkur og gefa þeim kost á að eignast tré sem Kjarnaskógur eða einhver annar af okkar 11 skógarreitum í Eyjafirði mun svo fóstra um ókomin ár !
 
Annars góða og rómantíska helgi öll."

 

Nýjast