Senn líður að því að Hlíðarfjall verði opnað á ný!

Það er gaman að láta sig ,,vaða
Það er gaman að láta sig ,,vaða" Mynd akureyri.is

Nú er allur snjór að hverfa úr fjallinu enda tíðin með eindæmum góð. Svæðið virðist koma vel undan vetri og getur undirbúningsvinna fyrir sumaropnun hafist mjög fljótlega.

Stefnt er að því að sumaropnun verði frá 1. júlí til 6. september. Á tímabilinu verður hægt að nýta lyfturnar okkar til að komast upp fjallið hvort sem það er til að njóta hjólagarðsins eða til að ganga um fjallið og njóta útsýnisins.

Breyting verður á opnunartíma í sumar. Í samráði við Hjólreiðafélag Akureyrar hefur verið ákveðið að hafa opið sem hér segir:

  • Þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 16.30-20.30
  • Laugardaga frá kl. 10-16

Auk þessa verður opið þrjár helgar frá fimmtudegi til sunnudags:

  • 17.-20. júlí (Enduro og Downhill keppnishelgi)
  • 31. júlí - 3. ágúst (Verslunarmannahelgin)
  • 28.-31. ágúst (Downhill keppnishelgi)

Sjá nánar á heimasíðu Hlíðarfjalls.

Frá þessu er sagt á akureyri.is

Nýjast