Undirskrift í grunni hjúkrunarheimilisins á Húsavík

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Norðurþings skrifuðu undir samkomulag á milli Félags- og húsnæðismálaráðuneytisins og Norðurþings um breytt fyrirkomulag vegna byggingar hjúkrunarheimilis á Húsavík

Lesa meira

Minningarsigling horfina og látinna sjómanna með Húna ll

Ákveðið hefur verið að endurtaka minningarsiglingu um horfna og látinna sjómanna í tengslum við hátíðarhöld á Sjómannadaginn um aðra helgi.  Bryddað var upp á þessari fallegu nýjung  á Sjómannadaginn í fyrra og var mjög góður rómur gerður að.

Lesa meira

Listasafnið á Akureyri: Leiðsagnir um helgina

Laugardaginn 24. maí, kl. 15 verður boðið upp á almenna leiðsögn um sýningar Þóru Sigurðardóttur, Tími – Rými – Efni, og Heimis Hlöðverssonar, Samlífi, sem opnaðar voru um síðustu helgi. Jafnframt verður fjölskylduleiðsögn um sýningarnar í boði daginn eftir, sunnudaginn 25. maí kl. 11-12.

Lesa meira

Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan

 

Því ber að fagna að ríkisstjórn Íslands hafi borið gæfa til að setja fjármuni í fasta starfsstöð Landhelgisgæslunnar á Akureyri, eitthvað sem ég hef barist fyrir sem þingmaður Norðausturkjördæmis undanfarin ár. Nú síðast lagði ég fram þingsályktunartillögu þess efnis í mars sl.

 
Lesa meira

Akureyrarhlaup í sókn – UFA og atNorth gera með sér þriggja ára samstarfssamning

Ungmennafélag Akureyrar (UFA) gerði á dögunum samstarfssamninga við nokkur öflug fyrirtæki vegna Akureyrarhlaupsins. Gerður var samstarfssamningur við atNorth til næstu þriggja ára. Að auki var samið við Altis sem selur meðal annars Mizuno íþróttafatnað og T-plús sem veitir verðlaunafé fyrir brautarmet í Akureyrarhlaupinu líkt og fyrri ár.

Lesa meira

Nýtt 80 rýma hjúkrunarheimili mun rísa við Þursaholt 2 á Akureyri.

Nýtt 80 rýma hjúkrunarheimili mun rísa við Þursaholt 2 á Akureyri. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, undirrituðu samkomulag þess efnis í dag og skoðuðu byggingarstaðinn ásamt fulltrúum úr bæjarstjórn, öldungaráði og stjórn félags eldri borgara á Akureyri.

Lesa meira

Rómantík er nýjasta skógarafurðin 

Á Facebooksíðu Skógræktarfélags Eyjafjarðar er skemmtileg frásögn,  í henni er kastað fram hugmynd sem um er að gera að skoða hvort ekki eigi við hjá þér lesandi góður.

Lesa meira

Þorsteinn Már Baldvinsson lætur af störfum sem forstjóri Samherja

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf., ritaði í dag bréf til starfsfólks þar sem tilkynnti um ákvörðun sína um að láta af störfum sem forstjóri félagsins í júní næstkomandi. 

Lesa meira

Tímamót hjá Sigríði Huld skólameistara VMA

Eins og fram hefur komið lætur Sigríður Huld Jónsdóttir  af embætti skólameistara við Verkmenntaskólan á Akureyri  mánaðarmótin júli, ágúst n.k.  Heimasíða VMA tók viðtal við hana að þessu tilefni sem vefur Vikublaðsins fékk góðfúslegt leyfi til að birta hér.

Á morgun, laugardaginn 24. maí, brautskráir Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari nítjánda nemendahópinn frá Verkmenntaskólanum á Akureyri. Þetta verður síðasta brautskráning hennar því hún hefur sagt starfi sínu lausu og mun formlega láta af störfum 31. júlí nk. Hún verður þó áfram í skólanum fram í ágúst til þess að ganga frá ýmsum lausum endum og leggja eftirmanni sínum lið fyrstu vikurnar í starfi.

Lesa meira

SÍMEY fagnaði 25 ára afmæli

Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar – SÍMEY er 25 ára á þessu ári. Þessara tímamóta var minnst í afmælishófi í húsakynnum SÍMEY á Akureyri í gær. Afmælishófið var í beinu framhaldi af ársfundi SÍMEY fyrir árið 2024 en þar kom fram að starfsemin hafi gengið mjög vel á liðnu ári og reksturinn hafi skilað rúmlega 10 milljóna króna jákvæðri niðurstöðu.

Lesa meira

Viðtalið - Hermann Jóhannesson nýr umdæmisstjóri í umdæmi 3 Isavia á Akureyrarflugvelli

„Það er í góðu lagi að láta sig dreyma stórt. Og brjóta svo draumaverkefnin niður í bita sem hver og einn kemur á sínum tíma. 

Lesa meira

Hjördís Þórhallsdóttir ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri

Hjördís Þórhallsdóttir hefur verið ráðin í starf þjónustustjóra hátæknigagnavers atNorth á Akureyri og hefur störf í júní. Viðamikil reynsla Hjördísar sem stjórnanda kemur að góðum notum við yfirstandandi stækkun gagnaversins sem kallar bæði á aukinn mannafla og eykur þjónustu þess. Meðal verkefna Hjördísar verður að tryggja farsæla innleiðingu nýrra viðskiptavina atNorth og sjá til þess að hæsta þjónustustig fyrirtækisins verði ávallt uppfyllt.

Lesa meira

Fer í veikindaleyfi

Ingvar Þóroddsson, þingmaður Viðreisnar í Norðausturkjördæmi, segir  frá því á Facebook síðu sinni að hann þurfi að taka sér frí frá störfum  og að hann væri á leið á Vog í áfengismeðferð

Lesa meira

Samherji gagnrýnir RÚV harðlega

Í tilkynningu á vefsíðu sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja  í dag er sett fram hörð gagnrýni á fréttaskýringu Ríkisútvarpinu sem var sett fram í þættinum,  Þetta helst síðasta mánudag og í grein á vefsíðu fjölmiðilsins á miðvikudag. 

Lesa meira

Þrjár umsóknir um stöðu skólameistara í VMA og tvær um Framhaldsskólann á Húsavík

Þrjár umsóknir bárust um stöðu skólameistara Verkmenntaskólans á Akureyri og tvær um stöðu skólameistara Framhaldsskólans á Húsavík. 

Lesa meira

Danssýning Steps Dancecenter sló í gegn – kraftur lista og hreyfingar á Akureyri

Listdansskólinn Steps Dancecenter hélt glæstan dansviðburð á Akureyri síðast liðinn sunnudag í Hofi þar sem fleiri hundruð gesta nutu þess að sjá nemendur skólans stíga á svið með kraft, sjálfstraust og dansgleði.

Lesa meira

Senn líður að því að Hlíðarfjall verði opnað á ný!

Nú er allur snjór að hverfa úr fjallinu enda tíðin með eindæmum góð. Svæðið virðist koma vel undan vetri og getur undirbúningsvinna fyrir sumaropnun hafist mjög fljótlega.

Lesa meira

HSN tilnefnd til þriggja Nýsköpunarverðlauna hins opinbera 2025

Nýsköpun gegnir stóru hlutverki í starfsemi Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) þar sem markvisst er unnið að því að bæta þjónustu, hagræða ferlum og skapa jákvætt og árangursríkt vinnuumhverfi. Það er því ánægjulegt að þrjú verkefni stofnunarinnar hafi verið tilnefnd til Nýsköpunarverðlauna hins opinbera 2025.

Lesa meira

Norðurþing og Carbfix undirrita viljayfirlýsingu

Sveitarfélagið Norðurþing og Carbfix hf. hafa undirritað viljayfirlýsingu um samstarf varðandi uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis til móttöku, niðurdælingar og bindingar CO2.

Lesa meira

Akureyri - Fyrsta skólfustungan að nýjum leikskóla

Heimir Örn Árnason, formaður fræðslu- og lýðheilsuráðs, tók í dag fyrstu skóflustunguna að nýjum leikskóla sem rísa mun við Naustagötu í Hagahverfi á Akureyri. Leikskólinn hefur hlotið heitið Hagasteinn.

Lesa meira

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrenni og Ferðafélag Akureyrar Leið til að njóta náttúru og samveru

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis í samstarfi við Ferðafélag Akureyrar ætlar að bjóða upp á tvær göngur í maí og júní. Göngurnar eru fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur.

Lesa meira

Samorkuþing fjölmenn ráðstefna í orku- og veitumálum hefst á Akureyri á fimmtudaginn

Samorkuþing verður sett kl. 9.30 í Hofi n.k. fimmtudag.   Þingið er haldið á þriggja ára fresti á Akureyri og hefur aðsóknin aldrei verið meiri en í ár. Óhætt er að segja að Akureyri verði undirlögð af starfsfólki orku- og veitufyrirtækja um allt land, en 620 manns eru skráð til leiks á þingið. 

Lesa meira

Góð gjöf til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis fékk á dögunum góðan styrk frá árgangi 2008 sem útskrifaðist úr Hrafnagilsskóla vorið 2024.

Lesa meira

Krummafótur á Grenivík 25 ára

Leikskólinn Krummafótur á Grenivík fagnaði 25 ára afmæli nýverið. Af því tilefni var opið hús í leikskólanum og var gestum og gangandi boðið upp á kaffi og afmælisköku.

Lesa meira

Sjúkrabílabangsar afhentir á Hlíð

Sigurbjörg Ingvadóttir notandi í dagþjálfun á Hlíð afhenti fullan poka af fallegum sjúkrabílaböngsum til sjúkraflutningamanna nú fyrir skemmstu. Sibba, eins og hún er

Lesa meira

B.Jensen vormòt Òðins Jón Ingi Einarsson sló 3 Akureyrarmet í flokki 13-14 ára

B.Jensen vormót Óðins var haldið í blíðskaparveðri í Sundlaug Akureyrar laugardaginn 17. Maí. Keppendur voru 62 frá Óðni auk 1 frá Sundfélaginu Rán á Dalvík. Yngstu keppendurnir voru fæddir 2016 og 2017 en þau fóru flest að taka þátt í fyrsta sinn. Það er skemmst frá því að segja að þau stóðu sig frábærlega vel þrátt fyrir að hafa velflest aldrei stungið sér af startpalli, þar sem enginn slíkur er í Glerársundlaug, þar sem grasrótarstarf Óðins fer fram.

Lesa meira

Ævintýragarðurinn við Oddeyrargötu 17 opnar á morgun

Í tilkynningu sem Hreinn Halldórsson, staðarhaldari, og listasmiður í Odddeyrargötu 17 sendi frá sér kemur fram að Ævintýragarðurinn hans sem er eitt að djánsum  bæjarins opnar fyrir almenning 20. mai sem er á morgun þriðjudag.

Lesa meira