Fasteignaskattsprósenta lækkar! – fjárhagsleg ábyrgð og framtíðarsýn fyrir Akureyrarbæ

Eitt af meginhlutverkum bæjarstjórnar er að byggja upp stöðugt, öflugt og framsækið samfélag þar sem íbúar og fyrirtæki dafna í góðu umhverfi til búsetu og rekstrar.

Lesa meira

3+30+300 reglan í undirbúningi á Akureyri

Á heimasíðu Akureyrar, akureyri.is má  lesa að bærinn  stefnir að því að útfæra svokallaða 3+30+300 meginreglu þegar kemur að skipulagi og þéttingu byggðar. Unnið er að undirbúningi með því að kortleggja stöðuna á Akureyri í dag.

Lesa meira

Rammaskipulag fyrir svæði norðan Síðubrautar og vestan Borgarbrautar

Rammaskipulag fyrir svæði norðan Síðubrautar og vestan Borgarbrautar var unnið áður en deiliskipulag Móahverfis hófst. 

Lesa meira

Styrkur Stefaníu

Á dögunum kom Stefanía Tara Þrastardóttir og færði Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis styrk að upphæð 477.000 kr. sem safnaðist með sölu á bleikum varning í október síðastliðnum.

Lesa meira

Með og á móti stuðningi við Flugklasa

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur samþykkt áframhaldandi stuðning við Flugklasann Air 66N fyrir árið 2026 og hvetur önnur sveitarfélög á Norðurlandi að gera slíkt hið sama. Hafa nokkur brugðist við og taka þátt.

Lesa meira

Tónagjöf Hymnodiu og vina í Akureyrarkirkju annað kvöld (fimmtudagskvöld)

Tónagjöf Hymnodiu og vina er yfirskrift tónleika sem haldnir verða í Akureyrarkirkju annað kvöld  en þeir hefjast kl. 20. Frumkvæðið að tónleikunum á Hannes Sigurðsson einn félaga úr Hymnodiu sem fékk félaga sína til liðs við sig í verkefnið. Hann hefur stutt við bakið á sextán manna stórfjölskyldu á Gasa svæðinu undanfarna mánuði og með því að efna til tónleikanna býður hann fleirum að leggja sitt af mörkum.

Lesa meira

Bókarkynning - Sjálfsævisaga eftir Klemens Jónsson

Út er kominn bókinn  Sjálfsævisaga eftir Klemens Jónsson. Ritstjórar eru Anna Agnarsdóttir emeritus og Áslaug Agnarsdóttir þýðandi. Þær eru s.s. barnabörn Klemensar, útgefandi er  Sögufélagið  

Um ræðir endurminningar Klemensar sem lýsa atburðarás sem hann lifði sjálfur og eru ritaðar frá hans sjónarhorni. Stóran hluta ævinnar stóð hann á miðju leiksviði sögu Íslands. Margt af því sem hann tók þátt í til telst til lykilatburða í Íslandssögunni og persónur sem hann átti í samskiptum við eru ýmsar þjóðkunnar. Endurminningar hans fjalla þó ekki aðeins um störf hans á vettvangi stjórnmálanna heldur eru þær einnig persónuleg frásögn af fjölskylduhögum, innilegri gleði og djúpri sorg.

 

Meðfylgjandi í viðhengi er samantekt á þeim hluta lífs hans sem hann og fólkið hans tengdist Akureyri og Eyjarfirði, word skjal. Sem og mynd af kápu og mynd af kápu og Klemensi sjálfum og enn önnur fjölskyldunni tekin á Ak.

Lesa meira

VMA - Nemendur á starfsbraut styrkja Velferðarsjóð Eyjafjarðarsvæðisins

Nemendur á starfsbraut VMA í áfanganum Daglegur heimilisrekstur, sem Ragnheiður Gunnbjörnsdóttir og Inga Dís Árnadóttir kenna, efndu til nytjamarkaðar snemma í október þar sem seld voru notuð föt og ýmislegt annað gegn vægu verði.

Lesa meira

SAk - Hollvinir færa dag- og göngudeild skurðlækninga nýja gipssög

Hollvinir Sjúkrahússins á Akureyri hafa fært dag- og göngudeild skurðlækna nýja gipssög. Gipssagir eru sérhannaðar til að saga eingöngu gifs án þess að særa húð.

Lesa meira

Góður árangur LMA í Leiktu betur 2025

Leikfélag Menntaskólans á Akureyri tók þátt í Leiktu betur í liðinni viku. Um nokkurs konar leikhússport er að ræða þar sem nemendur í leikfélögum framhaldsskólanna etja kappi við hvern annan í svokölluðum spuna (e. improvisation) og öðrum leikrænum tilburðum fyrir framan áhorfendur. Leiktu betur er hluti af Unglist, listahátíð ungs fólks sem fór fram dagana 1. – 9. nóvember.

Lesa meira

Á jarðýtunni á móti straumnum

Margrét Dana Þórsdóttir setur það síður en svo fyrir sig að sigla á móti straumnum. Hún leggur stund á nám í vélstjórn í VMA, námsbraut þar sem karlar hafa í gegnum tíðina verið í miklum meirihluta. Og svo er enn, segir í spjalli við Margréti Dönu á vefsíðu Verkmenntaskólans á Akureyri þar sem finna má viðtal við hana

Lesa meira

Nýr samstarfssamningur um þjónustu Fjölsmiðjunnar

Á vef Akureyrarbæjar er sagt frá að í dag undirrituðu Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, og Erlingur Kristjánsson, forstöðumaður Fjölmiðjunnar, nýjan samstarfssamning um þjónustu Fjölsmiðjunnar á Akureyri.

Lesa meira

Starfsemi Vélfags stöðvuð tímabundið

Starfsemi Vélfags hefur verið stöðvuð tímabundið og starfsmenn sendir heim, þetta segir í tilkynningu frá forsvarsmönnum fyrirtækisins  sem birt  er á Facebooksíðu  Vélfags nú fyrir skömmu.  

Lesa meira

Nýr göngustígur í Hrísey nýtur vinsælda

Fyrr á árinu var nýr göngustígur á vestanverðri Hrísey kláraður en hann liggur meðal annars að nýjum áningarstað sem útbúinn hefur verið þar sem áður var gömul steypustöð við sjávarbakkann.

Lesa meira

Fallorka hættir sölu á rafmagni til heimila og fyrirtækja 1 jan. n.k.

Hér með tilkynnist að Fallorka mun frá og með 1.janúar 2026 hætta allri sölu á rafmagni til heimila og fyrirtækja og beina starfsemi sinni að framleiðslu á raforku.

Þann 1.júlí sl. gerðu Fallorka og Orkusalan með sér samning um að Orkusalan bjóði viðskiptavinum Fallorku þjónustu sína og selji þeim raforku á hagstæðum kjörum. Með því tryggir Fallorka að viðskiptavinir þeirra verði ekki fyrir óþægindum við þessar breytingar og hafi auðvelt aðgengi að söluaðila rafmagns.

Lesa meira

Þorgerður utanríkisráðherra sviptir Vélfag undanþágu áður en dómur fellur!

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, hefur hafnað beiðni Vélfags ehf. um framlengingu á tímabundinni undanþágu frá þvingunaraðgerðum – án þess að leggja fram nein gögn, rök eða lögmæta málsmeðferð, segir í tilkynningu á facebooksíðu Vélfags.

Lesa meira

Skáldkonur í Sigurhæðum 

Fljótlega eftir að Guðrún Runólfsdóttir og Matthías Jochumsson ákváðu að taka við prestsembættinu á Akureyri og fluttust norður hóf Matthías útgáfu á nýju dagblaði á Akureyri sem fékk nafnið Lýður. Í fyrsta tölublaðinu árið 1888 fjallar Matthías um þrjú nýútkomin ritverk eftir þær Ingibjörgu Skaptadóttur, Ólöfu Sigurðardóttur frá Hlöðum og Torfhildi Hólm.

Lesa meira

Samherji einn af helstu samstarfsaðilum HSÍ

Handknattleikssamband Íslands (HSÍ) og Samherji hf. hafa undirritað samstarfssamning þar sem Samherji kemur inn sem einn af helstu samstarfsaðilum landsliða HSÍ á komandi árum.

Lesa meira

Eik styrkir Kaon

Eik fasteignafélag, eigandi Glerártorgs,hefur veitt styrk til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis.

Lesa meira

Hvatningarverðlaun ferðaþjónustunnar

Í Þistilfirði, á bænum Holti er gistiheimilið Grásteinn Guesthouse rekið af hjónunum Hildi Stefánsdóttur og Sigurði Þór Guðmundssyni.

Lesa meira

Bókarkynning - „Dorgað í djúpi hugans“

„Dorgað í djúpi hugans“ eftir Skúli Thoroddsen, lögfræðing er athyglisverð uppvaxtarsaga um veröld sem var á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar.

Lesa meira

Félag verslunar- og skrifstofufólks fagnar 95 ára afmæli

„Afmælisbarnið eldist vel og á sér bjarta framtíð,“ segir Eiður Stefánsson formaður Félags verslunar- og skrifstofufólks. Félagið fagnaði 95 ára afmæli sínu  sunnudaginn, 2. nóvember, en félagið var stofnað þann dag árið 1930. Af því tilefni var félagsfólki, núverandi og fyrrverandi boðið í afmæliskaffi á skrifstofu þess sem margir þáðu.

Lesa meira

Lokaorðið Að eldast

Það er ekki sjálfgefið að maður nái að eldast og allra síst vera nokkuð heilsuhraustur á meðan. Sjálf var ég viss um að ég næði ekki meira en 60 árum í þessu jarðlífi. Það fór á annan veg. En það að búast við dauða sínum, sem náttúrulega allir ættu að gera, virkaði þannig á mig að ég var ekkert að spá í framtíð eftir sextugt. En svo varð ég sextug og lifði það af og enn bætast árin við. 

Lesa meira

Hugbúnaður til heilsu Örnámskeið í notkun sýndarveruleika í hermikennslu og við heilsufarsmat

Nýverið lögðu þær Þórhalla Sigurðardóttir, Kolbrún Sigurlásdóttir og Anna Karen Sigurjónsdóttir land undir fót og ferðuðust til Noregs. Allar starfa þær við Hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri. Þórhalla er aðjúnkt, Kolbrún er aðjúnkt og starfar sem verkefnastjóri klínísks náms og Anna Karen sem verkefnastjóri við færni- og hermisetur. Með í för voru einnig níu stúdentar á 2. ári í hjúkrunarfræði.

Lesa meira

Hrísey Íbúðalóðir lausar til úthlutunar

Akureyrarbær hefur samþykkt að auglýsa fjórar íbúðalóðir við Austurveg í Hrísey lausar til úthlutunar með breyttum skilmálum. Þær eru við Austurveg 15 til 21.

Lesa meira

Hrísey Íbúðalóðir lausar til úthlutunar

Akureyrarbær hefur samþykkt að auglýsa fjórar íbúðalóðir við Austurveg í Hrísey lausar til úthlutunar með breyttum skilmálum. Þær eru við Austurveg 15 til 21.

Lesa meira

Gamla þinghúsið verði menningarmiðstöð

Anna María Richardsdóttir hefur sent erindi um að sem hún leggur fram hugmynd um að nýta gamla þinghúsið í Eyjafjarðarsveit sem menningarmiðstöð með vinnustofum og gistiaðstöðu fyrir listafólk.

Lesa meira