Útifundir verða á nokkrum stöðum hérlendis í dag, laugardag 6. september kl. 14:00. Á Akureyri verður safnast saman á Ráðhústorgi, ávörp verða, tónlist verður flutt og lesin bréf frá fólki á Gaza. Samtökin sem kalla sig Þjóð gegn þjóðarmorði standa fyrir fundunum.
Í yfirlysingu frá samtökunum segir.
,,Í nær tvö ár hefur heimsbyggðin fylgst með sífellt versnandi og óbærilegum þjáningum almennra borgara í Palestínu með hryllingi. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir fimmta og þar með efsta stigi hungursneyðar. Hún er alfarið manngerð af völdum Ísrael sem hefur lagt ræktanlegt landsvæði í rúst á Gaza og lokað fyrir að matvæli berist til íbúa. Samkvæmt gögnum ísraelska hersins eru 83% þeirra sem Ísrael hefur myrt almennir borgarar. Þar af eru a.m.k. 18.500 börn eða um 28 börn á hverjum einasta degi, álíka mörg og heill bekkur í grunnskóla á hverjum degi.
Þjóðarmorð stendur yfir af hálfu Ísraelsríkis gagnvart palestínsku þjóðinni. Stríðsglæpi Ísraels verður að stöðva.