Viljayfirlýsing um uppbyggingu gagnavers á Bakka

Fyrir byggðarráði Norðurþings liggja drög að viljayfirlýsingu sveitarfélagsins við gagnaversfyrirtæki, sem hefur sérhæft sig í starfsemi á norðurslóðum, um byggingu gagnavers á Bakka.

Lesa meira

Nemendur 6. bekkjar fara í vettvangsferð á sjó með Húna II

Nemendur í 6. bekk grunnskóla Akureyrarbæjar fara á haustdögum í vettvangsferð á sjó á Húna II EA 740. Það eru Hollvinir Húna II sem standa að ferðunum í samstarfi við Háskólann á Akureyri og fræðslusvið Akureyrarbæjar.

Lesa meira

Ásta Fönn Flosadóttir ráðin aðstoðarskólameistari við VMA

Ásta Fönn Flosadóttir hefur verið ráðin í stöðu aðstoðarskólameistara VMA og mun hún hefja störf með haustinu. Ásta var einn fimm umsækjenda um stöðuna, ein umsókn uppfyllti ekki skilyrði um hæfni.

Lesa meira

Nùvitund

Nokkuð hefur verið fjallað um núvitund og það að allir þurfi að ná tökum á þessar aðferð til að slaka á og núllstilla sig. Stress er fylgifiskur nútíma lífs og stundum verður það svo mikið að fólk hreinlega veikist. Án þess að vera sérstakur sérfræðingur í núvitund hefur mér skilist að galdurinn sé að vera hér og nú, í augnablikinu.

Lesa meira

Ferðafélag Akureyrar og Rafhjólaklúbbur Akureyrar Frábær hjólaferð yfir hrikalegt landslag Siglufjarðarskarðs

„Þetta var frábær ferð, við lifum lengi á henni,“ segir Vilberg Helgason einn forsprakka Reiðhjólaklúbbs Akureyrar um hjólaferð sem farin var um liðna helgi, frá Siglufirði, um Siglufjarðarskarð og Siglufjarðarveg til baka. Ferðafélag Akureyrar efndi til ferðarinnar og sá m.a. um að flutning hjóla milli staða, Akureyrar og Siglufjarðar.

Lesa meira

Aldrei fleiri stúdentar við Háskólann á Akureyri

„Nýnemadagar eru einn af mínum uppáhalds dögum hér í HA. Það er alltaf svo mikil tilhlökkun í loftinu, bæði hjá okkur sem erum fyrir og hjá þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í þessu geggjaða samfélagi. Ég man sjálf vel hversu spennandi það var að byrja hér og hvað það skipti mig miklu að finna strax fyrir hlýjunni og samheldninni sem einkennir HA,“ segir Dagbjört Elva Kristjánsdóttir, forseti Stúdentafélags Háskólans á Akureyri um næstu viku.

Lesa meira

Ég segi já!

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins er kveðið á um að halda skuli þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu eigi síðar en árið 2027. Heimsókn Ursulu von der Leyen til Íslands hefur endurvakið umræðuna um Evrópumál sem hefur tekið talsvert pláss á hinum ýmsu miðlum. Undirrituðum sýnist sem svo að kosningabaráttan fyrir væntanlega þjóðaratkvæðagreiðslu sé farin á fullt, ekki síst fyrir tilstuðlan minnihlutans á þingi sem hefur þó hingað til verið alfarið andvígur því að þjóðin fái að segja sitt í þessu mikilvæga máli.

Lesa meira

Vilja byggja fimm hæða íbúðarhús á Gránufélagsgötu 45

Óskað hefur verið eftir því að gerð verði breyting á deiliskipulagi við Gránufélagsgötu 45 á Akureyri. Í breytingunni felst að heimilt verði að byggja á lóðinni allt að fimm hæða íbúðarhús fyrir um 25 íbúðir á bilinu 45-70 fm.

Lesa meira

Eyjafjarðarsveit - Leikskólinn Krummakot opnar í nýju húsnæði

,,Upp er runninn sérlega ánægjulegur dagur sem margir hafa beðið eftir í langan tíma,“ skrifar Finnur Ingvi Kristinsson sveitarstjóri á vef sveitarfélagsins af því tilefni.„Þetta er stór stund fyrir okkar sveitarfélag.“

Lesa meira

Ævintýri gerast þegar dreymt er stórt

Skrapp bara sí svona á Norðurpólinn með afkomendum landkönnuða til að gera heimildamynd

Lesa meira

Hofsbót 1 og 3 SS-Byggi úthlutað lóðinni

SS-Byggir sem átti hærra tilboðið af tveimur sem bárust í lóðina við Hofsbót 1 og 3 í miðbæ Akureyrar hefur staðfest að fyrirtækið mun halda lóðinni og hefur það skilað inn tilskyldum gögnum. Þeir sem buðu voru annars vegar SS Byggir sem bauð 251 milljón króna og Sigtún Þróunarfélag bauð 235 milljónir.

Lesa meira

Listasafnið á Akureyri: Almenn leiðsögn og fjölskylduleiðsögn um helgina

Laugardaginn 23. ágúst kl. 15 verður boðið upp á almenna leiðsögn um sýningu Margrétar Jónsdóttur, Kimarek-Keramik, og samsýningu norðlenskra listamanna, Mitt rými. Jafnframt verður fjölskylduleiðsögn í boði um sýningarnar daginn eftir, sunnudaginn 24. ágúst, kl. 11. Aðgangur að fjölskylduleiðsögninni er ókeypis í boði Norðurorku og að henni lokinni er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum sýninganna. En aðgangur að almennu leiðsögninni er innifalinn í aðgöngumiða á safnið.

Lesa meira

Beint frá býli dagurinn verður á Völlum

Beint frá býli dagurinn verður haldinn næstkomandi sunnudag, 24. ágúst. Þetta er í þriðja sinn sem efnt er til dagsins, en viðburðurinn hefur á skömmum tíma fest sig í sessi sem fjölskylduvænn hátíðisdagur í íslenskri sveit. Markmiðið er að vekja athygli á hugmyndafræði beint frá býli, efla tengsl milli framleiðenda og neytenda og hvetja fleiri til að hasla sér völl á sviði smáframleiðslu matvæla.

Lesa meira

Beint flug á Akureyrarflugvöll lykilatriði í ákvörðun um ferð um Norðurland

Þegar tekin var ákvörðun um að fljúga beint til Akureyrar með easyJet, Edelweiss eða ferðaskrifstofunum Voigt Travel og Kontiki skipti það sköpum að flogið var beint á áfangastaðinn. Stærsti áhrifaþátturinn í ákvörðuninni var náttúra landsins eða tiltekin náttúrufyrirbæri, en strax á eftir er möguleikinn á beinu flugi.

Lesa meira

Landvinnsla Samherja á Dalvík komin á fullt skrið eftir sumarleyfi

Vinnsla hófst í morgun af fullum krafti í fiskvinnslu Samherja á Dalvík eftir sumarleyfi starfsfólks en vinnsla hjá ÚA á Akureyri hófst í júlí eftir sumarleyfi. Jón Sæmundsson framleiðslustjóri á Dalvík hafði í nógu að snúast á þessum fyrsta degi.

Lesa meira

Grunnskólarnir að hefjast - 212 börn skráð í 1. bekk

Nú þegar haustið færist yfir fer skólastarf að hefjast að nýju í grunnskólum Akureyrarbæjar. Samkvæmt upplýsingum frá skóladeild bæjarins er gert ráð fyrir að um 2.500 nemendur sæki grunnskóla í vetur. Þar af eru 212 börn skráð í 1. bekk, og hefja þar með sína grunnskólagöngu.

Lesa meira

Steps Dancecenter kynnir nýtt dansmyndband – Ready For Take Off eftir Birtu Ósk Þórólfsdóttur

Steps Dancecenter hefur gefið út glæsilegt dansmyndband við atriðið Ready For Take Off, sem samið er af Birtu Ósk Þórólfsdóttur. Atriðið keppti fyrr í vetur í undankeppnum bæði Dance World Cup og Global Dance Open með frábærum árangri, og þótti því kjörið að fanga það á filmu

Lesa meira

Hámarkshraði við Þelamerkurskóla lækkaður

Hámarkshraði á þjóðvegi 1 framhjá Þelamerkurskóla hefur nú verið lækkaður í 70 km/klst. 

Lesa meira

Bygging þjónustuhúss á Torfunefsbryggju hafin

Húsheild Hyrna hefur hafið vinnu við byggingu þjónustuhús hafnarinnar á Torfunefsbryggju.  Áætlað er að vinnu við húsið verði lokið á vordögum 2026. Þriðjudaginn 19. ágúst kl. 11.00 voru opnuð tilboð í byggingarétt lóðanna Torfunef 2 og 3 í samræmi við úthlutunar- og útboðsskilmála frá 19. maí s.l.

Lesa meira

Gefa út bók um hákarlaskip Njarðar

Þann 4. apríl síðastliðinn átti þúsundþjalasmiðurinn Njörður S. Jóhannsson á Siglufirði 80 ára afmæli

Lesa meira

Hin uppsafnaða þekking.

Eftir að ég komst á sjötugsaldurinn hef ég þurft að horfast í augu við það að margt það sem ég áður hafði er farið að minnka og hverfa. Hárin á höfði mér eru næsta fá talsins og þau sem eru þar enn hafa tekið á sig hvítan lit. Líkamlegt þrek er minna og sjónin lítið eitt farin að daprast. Ég tel hins vegar að í stað þessa hafi ég öðlast vitneskju sem aðeins reynslan og tíminn geta fært manni. Stundum er þetta vitneskja sem gengur þvert á það sem spekingar hafa sagt og skrifað um lykil að farsælu lífi.

Lesa meira

Mömmur og möffins afhenda fæðingardeild SAk.tæplega 1,7 milljónir króna

Það var sannkölluð möffinsveisla um verslunarmannahelgina þegar Mömmur og möffins héldu upp á 15 ára afmæli sitt með glæsilegri söfnun. Alls söfnuðust 1.681.579 krónur sem renna óskertar til fæðingardeildar Sjúkrahússins á Akureyri, en fulltrúar söfnunarinnar afhentu SAk styrkinn formlega í gær.

Lesa meira

Sívaxandi vinsældir sveppagöngunnar

Sveppaganga Skógræktarfélags Eyfirðinga verður á Miðhálsstöðum á morgun, þriðjudaginn 19. ágúst

Lesa meira

Hríseyingar fengu nýjar hjólbörur

Verslunin hafði einnig gefið hjólbörur til eyjararinnar fyrir nokkrum árum

Lesa meira

Heiðursdoktorinn frá Dalvík

Í enda júní veitti Hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri Jóhanni Páli Árnasyni heiðursdoktorsnafnbót á sviði félagsvísinda við hátíðlega athöfn. Jóhann, sem fæddur er og uppalinn á Dalvík, hefur átt langan og merkan feril og fagnaði á dögunum 85 ára afmæli sínu

Lesa meira

Jóna - atkvæði og ambögur eftir Jón Ingvar Jónsson er komin út

Jón Ingvar var fæddur á Akureyri árið 1957 og ólst þar upp en lést langt fyrir aldur fram árið 2022

Lesa meira

Grenivíkurgleði um helgina

Grenivíkurgleðin verður haldin um helgina en fjörið hefst með tónleikum Stebba Jak og Gunnars Illuga á Kontórnum í kvöld

Lesa meira