
Dýrey flutti starfsemi að Baldursnesi 2
„Þörfin fyrir að stækka við okkur húsnæði var löngu tímabær. Eftir mikla leit og vangaveltur varð húsnæði við Baldursnes 2 fyrir valinu, enda hentar það okkar starfsemi einkar vel. Þar getum við sameinað spítala fyrir bæði gæludýr og stór dýr. Við erum hæst ánægð með flutninginn í nýtt húsnæði sem og okkar viðskiptavinir,“ segir Helga Berglind Ragnarsdóttir dýralæknir og einn eigandi Dýralæknaþjónustu Eyjafjarðar, Dýrey.