Öflugt félagsstarf í Grímsey
Í Grímsey eru starfrækt tvö félög, Kiwanisklúbburinn Grímur og Kvenfélagið Baugur. Þrátt fyrir að bæði félögin séu lítil og margir félagsmenn brottfluttir, eru þau ótrúlega virk og öflug. Á fundum félaganna mæta oft um tíu manns, og stundum færri, en félagsmenn sýna mikinn eldmóð þegar viðburðir eru skipulagðir eða unnið að góðgerðarmálum.