Laugaskóli 100 ára
Eitt hundrað ára sögu Laugaskóla var minnst með hátíðarhöldum þann 25.október síðastliðinn. Dagskráin hófst kl. 10.00 með því að um 100 boðsgestum var boðið í Þróttó að sjá heimildarmyndina Voru allir hér? - Laugar í 100 ár eftir Ottó Gunnarsson. Stefán Jakobsson samdi lag í tilefni afmælisins sem heitir Voru allir hér og ber því myndin sama heiti, enda voru þeir báðir nemendur við Laugaskóla. Að sýningu lokinni var boðsgestum boðið í hádegismat í mötuneyti skólans. Almenn hátíðadagskrá hófst kl. 14.00 í íþróttahúsinu.