Tónagjöf Hymnodiu og vina í Akureyrarkirkju annað kvöld (fimmtudagskvöld)
Tónagjöf Hymnodiu og vina er yfirskrift tónleika sem haldnir verða í Akureyrarkirkju annað kvöld en þeir hefjast kl. 20. Frumkvæðið að tónleikunum á Hannes Sigurðsson einn félaga úr Hymnodiu sem fékk félaga sína til liðs við sig í verkefnið. Hann hefur stutt við bakið á sextán manna stórfjölskyldu á Gasa svæðinu undanfarna mánuði og með því að efna til tónleikanna býður hann fleirum að leggja sitt af mörkum.