Fundað um krefjandi stöðu vegna mönnunar á Sjúkrahúsinu á Akureyri
Alma D. Möller heilbrigðisráðherra, Ásta Valdimarsdóttir ráðuneytisstjóri, aðstoðarmaður ráðherra og sérfræðingur ráðuneytisins á sviði mannauðsmála funduðu í gær með framkvæmdastjórn Sjúkrahússins á Akureyri (SAk), fulltrúum lækna og fagráði SAk vegna erfiðrar stöðu á SAk við mönnun ákveðinna sérgreina, þá sér í lagi lyflækninga.