Ekki brugðist við kröfum um tiltekt á athafnasvæði Auto ehf.
„Umgengni um athafnasvæði Auto ehf. að Setbergi á Svalbarðsströnd er enn slæm,“ segir Leifur Þorkelsson framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra. Ítrekað hefur verið gerð krafa um úrbætur og lögð áhersla á að sá hluti svæðisins sem snýr að þjóðvegi verði hreinsaður og spilliefni fjarlægð af lóðinni.