Ævintýrin sem enda vel eru best ! - Snorkstelpan okkar snýr aftur
Síðastliðið sumar reis múmínhús í Ævintýralundinum í Kjarnaskógi. Ungir og aldnir glöddust en stormur í vatnsglasi brast á og kvittur um ólögmæti framkvæmda, brot á höfundarrétti, fyrirhugaðar málsóknir rétthafa osfrv barst út, kyntur upp af virðulegum fjölmiðli úr borginni á smelluveiðum.