Hjúkrunarheimili við Þursaholt boðið út

„Við hjá Akureyrarbæ erum afskaplega ánægð með að búið er að auglýsa útboð fyrir hjúkrunarheimilið,“ segir Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri Skipulagssviðs Akureyrarbæjar.

Lesa meira

Íþróttahátíð Akureyrar 2026

Íþróttabandalag Akureyrar og Akureyrarbær bjóða bæjarbúum til athafnar í Hofi fimmtudaginn 29. janúar þar sem íþróttakona og íþróttakarl Akureyrar fyrir árið 2025 verða krýnd.

Lesa meira

Blöndulína ofanjarðar í fyrstu en komið í jörðu eins fljótt og auðið er

Um 60 manns sóttu upplýsingafund um Blöndulínu 3, stöðu verkefnisins og næstu skref, sem haldinn var í Ráðhúsinu á mánudag. Bæjarstjórn fjallaði síðan um málið á fundi sínum í gær.

Lesa meira

Uppbygging fyrirhuguð á íþróttasvæði Þórs

„Þetta er mjög stórt fyrir okkur, þessi ákvörðun og framkvæmd er löngu tímabær,“ segir Reimar Helgason framkvæmdastjóri Íþróttafélagsins Þórs á Akureyri um fyrirhugaða uppbyggingu á íþróttasvæði félagsins. Minnisblað um þá uppbyggingu var lagt fyrir bæjarráð í liðinni viku, en til stendur að byggja íþróttahús og félagsaðstöðu á svæðinu.

Lesa meira

Þórhallur Jónsson sækist eftir fyrst sæti hjá Sjálfstæðismönnum og vill prófkjör

Í tilkynningu  sem Þórhallur Jónsson  varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sendi frá sér rétt í þessu kemur að hann bjóði sig fram í fyrsta sæti á lista floksins fyrir komandi sveitartjórnarkosningnar en áður hafði Þórhallur tilkynnti framboð sitt  í annað eða þriðja sætið. 

Lesa meira

Kokkar og þjónar á Múlabergi skipta um hlutverk

,,Ég þori eiginlega að fullyrða það að þetta hefur aldrei verið gert á Íslandi og ég veit svo sem ekki til þess að þetta hafi verið gert annars staðar í heiminum. Enda er þetta auðvitað alveg galin hugmynd,“ segir Ingibjörg Bergmann veitingastjóri á Múlabergi en þar verður viðburðurinn Flotið 2.0 haldinn annað kvöld fimmtudagskvöldið  29. janúar.

Lesa meira

Arngrímur Arnarson ráðinn safnstjóri Hvalasafnsins

Aggi hefur í gegnum tíðina unnið að fjölmörgum samvinnuverkefnum með safninu, meðal annars gerð bæklinga og heimasíðu safnsins á upphafsárum þess, auk þess sem hann hefur aðstoðað við uppsetningu á viðburðum og sýningum í húsinu. 

Lesa meira

Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir í Glerárskóla síðustu ár og skólinn er nú orðinn hinn glæsilegasti

Fyrsti skólinn í Þorpinu var byggður í Bótinni árið 1908, í kjölfar fræðslulaganna 1907. Árið 1937 reis Árholt, austan núverandi skólahúsnæðis, þar sem skólahald var til 1972 þegar skólinn flutti í nýjan Glerárskóla, í húsnæðið sem í dag kallast A-álma.

Lesa meira

Mikil þörf fyrir fagmenntað fólk í veitingageiranum

Alls hófu sex nemendur nám í 2. bekk í matreiðslu í VMA nú um áramót. Þetta er fyrri áfanginn af tveimur í námi að loknu grunnnámi sem nemendur þurfa að ljúka til þess að fara í sveinspróf í matreiðslu. Framhaldið með 3. bekkinn ræðst af fjölda umsókna, en hann verður mögulega í boði á næstu haustönn eða vorönn að ári liðnu.

Lesa meira

Akureyri VG stillir upp framboðslista

Tillaga sem borin var upp á almennum félagsfundi hjá svæðisfélagi VG á Akureyri um að stilla upp framboðslista hreyfingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor var einróma samþykkt.

Lesa meira

Framsýn Félagsmenn fengu tæpar 170 milljónir í styrki

Á árinu 2025 voru 1414 styrkir greiddir úr sjúkrasjóði Framsýnar til félagsmanna.  Samtals námu greiðslur vegna sjúkradagpeninga, annarra bóta og styrkja ríflega 134 milljónum króna, þar af voru sjúkradagpeningar rúmlega 91 milljón og aðrir styrkir s.s. sálfræðikostnaður félagsmanna og heilsurækt tæplega 43 milljónir króna.

Lesa meira

MýSköpun lýkur fjármögnun og stefnir á uppbyggingu á Þeistareykjum

Örþörungafyrirtækið MýSköpun ehf. hefur lokið 300 milljón króna fjármögnun vegna uppbyggingar örþörungaræktar á Þeistareykjum. Framtakssjóðurinn Landvættir slhf. á Akureyri verður nýr kjölfestufjárfestir félagsins og aðkoma sjóðsins gerir félaginu kleift að ljúka undirbúningi nýrrar hátækniframleiðslueiningar félagsins. MýSköpun stefnir að því að framleiða verðmæta örþörunga í sérhæfðu framleiðsluhúsnæði sem reist verður við jarðvarmavirkjun Landsvirkjunar á Þeistareykjum. Áætlað er að reisa um 10.000 m2 framleiðsluhúsnæði og stórauka framleiðslu í áföngum sem mun skapa tugi starfa á Norðausturlandi. Afurðir MýSköpunar verða að mestu seldar á erlenda markaði til notkunar í fæðubótarefni, en slíkir markaðir hafa verið í miklum vexti.

Lesa meira

Sparisjóðirnir og Símenntun Háskólans á Akureyri (SMAHA) sameinast um fræðslu fyrir eldri borgara í upplýsingaöryggi

Sparisjóðirnir og Símenntun Háskólans á Akureyri hafa tekið höndum saman um samfélagsverkefni sem miðar að því að fræða eldri borgara um upplýsingaöryggi. Markmiðið er að fræða um helstu hættur sem fylgja netinu og notkun snjalltækja á einfaldan og aðgengilegan hátt.

Lesa meira

Talsvert svifryk í bænum

Unnið er að rykbindingu en þó er hætt við að viðkvæmir einstaklingar geti fundið fyrir einkennum vegna mengunar.

Lesa meira

Eyjafjörður má ekki verða að næsta tilraunasvæði sjókvíaeldis

Undanfarin misseri hafa áform um sjókvíaeldi í Eyjafirði verið rædd af auknum þunga. Oft er bent á mögulega atvinnusköpun, en mun minna rætt um þá áhættu sem fylgir – sérstaklega fyrir náttúruna, villta fiskistofna og samfélagið sem lifir með firðinum.

Lesa meira

Þekkir þú rauðu ljósin?

Barnaheill - Save the Children á Íslandi býður upp á opið fræðsluerindi um kynferðisofbeldi gegn börnum fimmtudaginn 29. janúar kl. 14:00 - 15:30. Fundurinn verður rafrænn og aðgangur er ókeypis.

 

Lesa meira

Kaldbakur og KEA stofna nýjan framtakssjóð

Kaldbakur ehf. og KEA svf. hafa gert samkomulag sín á milli um stofnun nýs framtakssjóðs, Landvættir slhf., sem starfræktur verður hjá AxUM Verðbréfum hf. Sjóðurinn mun fjárfesta í innlendum nýsköpunar- og vaxtarfyrirtækjum en er þó með sérstaka áherslu á fyrirtæki sem hafa með höndum starfsemi á landsbyggðinni. Í upphafi munu Kaldbakur og KEA eiga jafnan hlut í sjóðnum.

Lesa meira

Veganestið – Guðmundur Gunnarsson

Veganestið er greinaflokkur í boði Góðvina HA þar sem rætt er við brautskráða HA-inga

 

Lesa meira

Lokaorðið - Miðbærinn á Akureyri

„Sæll vinur minn, ertu ekki að vinna í miðbænum?“ sagði gamall félagi sem ég hafði ekki séð lengi. „Jú,“ svaraði ég stoltur. „Er eitthvað líf í miðbænum?“ „Já, heldur betur“ og bætti svo við „en það mætti vera meira.“

Lesa meira

Húsavík Framkvæmdir við frístund og félagsmiðstöð á áætlun

Norðurþing vinnur nú að uppbyggingu húsnæðis undir frístund og félagsmiðstöð á Húsavík. Um er að ræða stærstu einstöku framkvæmd sveitarfélagsins í tugi ára en heildarkostnaður er áætlaður um 750-800 millj.kr. Húsið er reist sem viðbygging við Borgarhólsskóla, alls um 900 fm á tveimur hæðum. Trésmiðjan Rein ehf. er aðalverktaki og hefur með sér nokkra undirverktaka sem flestir eru heimamenn. Belkod ehf. hefur eftirlit með verkinu en hönnuðir eru Basalt arkitektar.

Lesa meira

Ekki verði vinnsluskylda á byggðakvóta í Grímsey

Bæjarráð Akureyrar hefur óskað eftir því að vinnsluskylda á byggðakvóta verði felld niður í sérreglum Akureyrarbæjar um úthlutun byggðakvóta í Grímsey.

Lesa meira

Brimsölt handboltastemning um borð í Björgúlfi EA 312

Starfsfólk Samherja sem hafði tök á – bæði til sjós og lands - fylgdist spennt með er „Strákarnir okkar“ mættu Króötum Dags Sigurðssonar í fyrsta leik beggja liða í milliriðlum EM í handbolta í gær.

Lesa meira

Sæluhús vilja fjölga gistirýmum um 180

Skipulagsráð Akureyrar hefur tekið jákvætt í erindi frá Sæluhúsum á Akureyri sem reka gistiþjónustu við Búðartröð, en þeir sækja um breytingu á deiliskipulagi á lóð númer 2 við Búðartröð.

Lesa meira

Vettvangsliðanámskeið í Grímsey

Vettvangsliðanámskeið á vegum Sjúkraflutningaskólans var haldið í Grímsey nýverið að beiðni Heilbrigðisstofnunar Norðurlands.

Lesa meira

Aldrei fleiri samtöl vegna sjálfsvígshugsana

Á síðasta ári var 1.728 sinnum haft samband við 1717, Hjálparsíma Rauða krossins, vegna sjálfsvígshugsana sem er oftar en nokkru sinni áður. Árið 2024 voru slík samtöl 1.035 talsins og er aukningin milli ára því 67%. „Þrátt fyrir að hafa reglulega yfir árið tekið saman tölur um fjölda sjálfsvígssamtala sem berast 1717, og vera meðvituð um að samtölin hafa verið að þyngjast og verða alvarlegri, þá er okkur brugðið yfir heildarsamantekt ársins,“ segir Elfa Dögg S. Leifsdóttir, sálfræðingur og teymisstjóri heilbrigðisverkefna hjá Rauða krossinum.

Lesa meira

Akureyrarbær og Tónræktin Samningur um tónlistarfræðslu

Undirritaður hefur verið samstarfssamningur milli Akureyrarbæjar og Tónræktarinnar um styrk til tónlistarfræðslu fyrir ungt fólk. Markmið samningsins er að efla og styðja tónlistarnám ungs fólks í bænum og bjóða upp á fjölbreyttari námsleiðir, sem eykur aðgengi að skapandi námi.

Lesa meira

Gistirými eykst á Akureyri

Akureyri, höfuðstaður Norðurlands, gengur nú í gegnum mikla breytingu hvað varðar framboð á gistingu. Stóru hótelin, Berjaya Iceland Hotels og Hótel Kea hafa verið burðarásar í þessum rekstri árum saman og eru í fullum rekstri.

Lesa meira