Fuglelskandi hjúkrunarfræðingur og nýyrðasmiður Vísindafólkið okkar – Sigríður Sía Jónsdóttir

Vísindafólkið okkar er mánaðarleg kynning á rannsakendum. Sigríður Sía Jónsdóttir, dósent við Hjúkrunarfræðideild, er vísindamanneskja desembermánaðar.

Lesa meira

Létu drauma rætast í gömlu bifreiðastöðinni

„Mig hefur alltaf langað til að eiga bakarí eða kaffihús,“ segir Fanndís Dóra Qypi Þórisdóttir, eigandi Dísu Café

Lesa meira

Þurfa að komast í tafarlausa viðgerð til að eyðileggingin verði ekki algjör

Eitt af mikilvægum verkefnum á árinu hjá nýjum safnstjóra Listasafnsins á Akureyri, Sigríði Örvarsdóttur, hefur verið að efla viðhald og forvörslu útilistaverka bæjarins. Í sumar var gerð heildstæð, fagleg úttekt á 43 verkum í bæjarlandiu, í samstarfi við franska listaverkaforvörðinn Camille Amoros, sem starfar við forvörslu útilistaverka við hina frægu kirkju Notre Dame í París, með aðstoð frá myndlistarforverðinum Kristínu Gísladóttur sem starfar hér á landi. Þetta var í fyrsta sinn sem heildstætt mat á ástandi útilistaverka bæjarins var framkvæmt, með skráningu og ljósmyndun, sem gerir Listasafninu kleift að forgangsraða í viðhaldi þeirra og vernd í framtíðinni.

Lesa meira

Norðurþing losar sig við tvö tonn af textíl á mánuði

Sveitarfélagið Norðurþing losar sig daglega við um það bil 75 kíló af textíl. Það gera um tvö tonn á mánuði.

Lesa meira

Mannauðsmál í minni samfélögum

Í minni samfélögum eru mörk milli vinnu og einkalífs oft óskýrari en t.d. á höfuðborgarsvæðinu. Starfsfólk og stjórnendur þekkjast í gegnum fjölskyldutengsl, félagsstörf, íþróttir eða aðra samfélagsþætti. Þessi nánd getur verið bæði styrkur og áskorun – ekki síst þegar kemur að mannauðsmálum og félagslegri ábyrgð fyrirtækja eða stofnana á svæðinu.

Lesa meira

Smábátaeigendur kynntu sér nýjustu tækni

Á dögunum bauð DNG færavindur smábátaeigendum á Norðurlandi í heimsókn í húsakynni fyrirtækisins á Akureyri. Viðburðurinn var skipulagður í samstarfi við Klett, félag smábátaeigenda á Norðurlandi eystra, og tókst afar vel. Aðsókn var mjög góð og var gestum fagnað með kynningu á framleiðslu, tækninýjungum og framtíðarþróun færavinda.

Lesa meira

Gamli skóli á Grenivík 100 ára

Það var mikið um dýrðir þegar íbúar Grýtubakkahrepps fögnuðu 100 ára afmæli Gamla skóla á Grenivík á dögunum, en þann 1. desember sl. voru liðin 100 ár frá vígslu skólans.

Lesa meira

Listasafnið á Akureyri - Leiðsögn um sýningu á verkum Óla G.

Boðið verður upp á leiðsögn um yfirlitssýningu á verkum Óla G. Jóhannssonar, Lífsins gangur á Listasafninu á Akureyri. Þá munu sýningarstjórarnir Sigríður Örvarsdóttir, safnstjóri, og Magnús Helgason, myndlistarmaður, segja gestum frá sýningunni og einstaka verkum. Aðgangur er innifalinn í miðaverði Listasafnsins.

Lesa meira

Öflugt félagsstarf í Grímsey

Í Grímsey eru starfrækt tvö félög, Kiwanisklúbburinn Grímur og Kvenfélagið Baugur. Þrátt fyrir að bæði félögin séu lítil og margir félagsmenn brottfluttir, eru þau ótrúlega virk og öflug. Á fundum félaganna mæta oft um tíu manns, og stundum færri, en félagsmenn sýna mikinn eldmóð þegar viðburðir eru skipulagðir eða unnið að góðgerðarmálum.

Lesa meira

Berginu – Headspace hlýtur samfélagsstyrk Hafnasamlags Norðurlands

Á fundi hafnarstjórnar 10. desember síðastliðinn var veitt Berginu – Headspace samfélagsstyrk Hafnasamlags Norðurlands. Upphæð styrksins er ein milljón króna.

Lesa meira

SAk sendir út ákall til að manna endurhæfingar- og öldrunarlækningaþjónustu á Kristnesi 

Mikið álag hefur verið á Sjúkrahúsinu á Akureyri til lengri tíma og mönnun heilbrigðisstarfsfólks verið mikil áskorun.

Lesa meira

Ekkert áætlunarflug í vetur milli Húsavíkur og Reykjavíkur

„Við munum halda áfram að berjast fyrir áætlunarflugi milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Það er mikilvægt byggðamál að samgöngur hér á landi séu í viðunandi horfi,“ segir Aðalsteinn Á. Baldursson formaður Framsýnar á Húsavík.

Lesa meira

Sjáumst í myrkrinu

Nú er svartasta skammdegið gengið í garð og dagarnir orðnir stuttir. Foreldrar eru því minntir á mikilvægi þess að tryggja að börn beri endurskinsmerki.

Lesa meira

Vöfflukaffi í Sandgerðisbót

Nokkrir valinkunnir trillukarlar í Sandgerðisbót brydda upp á þeirri nýjung að bjóða upp á vöfflur með rjóma í Bótinni á laugardag, frá kl. 11 til 14 og vænta þeir þess að áhugasamir bæjarbúar líti við og eigi góða stund á aðventunni. Ísfell og Veiðiríkið styðja framtakið.

Lesa meira

Amtsbókasafnið hlaut styrk fyrir verkefnið Fjölmenningarlegt kosningakaffi

Amtsbókasafnið á Akureyri hlaut styrk úr Þróunarsjóði innflytjendamála fyrir árið 2025 fyrir verkefnið Fjölmenningarlegt kosningakaffi.

Lesa meira

Niceair gæfa og ógæfa…

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifaði pistil og póstaði á Facebook nú síðdegis, hann gaf góðfuslegt leyfi til birtingar á vef Vikublaðsins.

Það vakti upp blendnar tilfinningar að endurreisn Niceair stæði fyrir dyrum. 

Lesa meira

SAk - Góð gjöf frá Ragnari Hólm, myndlistarmanni

Ragnar Hólm Ragnarsson, myndlistarmaður hefur gefið Sjúkrahúsinu á Akureyri olíumálverk og vatnslitamynd.

 
Lesa meira

Erlendir aðilar áforma áætlunarflug frá Akureyri til Kaupmannahafnar frá og með febrúar n.k.

Aðilar í Þýskalandi hafa verið með í undirbúningi flugi milli Akureyrar og Kaupmannahafnar. Samkvæmt heimildum vefsins er ætlunin að fljúga á fimmtudögum og sunnudögum og að fyrsta flug verði í febrúar n.k.

Lesa meira

Aldrei fleiri i hvalaskoðun frá Húsavik

Talsvert mikil aukning var í fjölda farþega sem fóru í hvalaskoðun frá Húsavík á árinu 2025, þetta kemur fram í frétt á vef Norðurþings í dag.

 

Lesa meira

HSN tekur við rekstri hjúkrunarheimilisins Hornbrekku í Fjallabyggð

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) hefur verið falið að taka við rekstri hjúkrunarheimilisins Hornbrekku á Ólafsfirði í Fjallabyggð, í kjölfar uppsagnar Fjallabyggðar á samningi um rekstur heimilisins. Áætlað er að HSN taki við rekstrinum í síðasta lagi 1. apríl 2026.

Lesa meira

Beiðni um að ráðherra komi fyrir Alþingi og gefi skýrslu um stöðu framhaldsskólastigsins

Forseti Alþingis, Þórunn Sveinbjarnardóttir,

Lesa meira

Yfir 100 viðburðir á ári

Í Háskólanum á Akureyri eru yfir hundrað viðburðir á ári hverju. Þeir eru fjölbreyttir og eru í formi ráðstefna, opinna daga, brautskráninga og málþinga svo eitthvað sé nefnt.

Lesa meira

Therapy - rafrænt lyfjafyrirmælakerfi tekið í notkun á bráðamóttöku

Búið er að gangsetja rafrænt lyfjafyrirmæla- og lyfjaskráningarkerfi, Therapy, á bráðamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri (BMT). Tilgangur þess er að bæta lyfjaöryggi sjúklinga og gera lyfjaskráningu skilvirkari þannig að lyf ávísuð í Therapy fylgi sjúklingi, óháð deildinni sem hann er á. Þessum áfanga var skiljanlega fagnað á bráðamóttökunni í með góðum kaffitíma.

Lesa meira

Samningur um land undir sleðabraut

Umhverfis-og mannvirkjaráð Akureyrar hefur samþykkt fyrir sitt leyti samning sem lagður var fram á fundi ráðsins á dögunum um afnot af landi til reksturs sleðabrautar á milli Hlíðarfjalls og Hálanda.

Lesa meira

Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi

Vandinn sem blasir við á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk) og í heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi er flókinn og margþættur. Í grunninn má þó rekja nær allan vandann til skorts á starfsfólki til að sinna þjónustunni.

Lesa meira

Sönghópurinn Sálubót með tónleika í Þorgeirskirkju annað kvöld

Sönghópurinn Sálubót verður með sína árlegu Jóla-og smákökutónleika annað kvöld 9. des í Þorgeirskirkju og hefjast þeir kl 20:00.

Lesa meira

Lilja Gísladóttir hefur gefið blóð í fimmtíu skipti

„Mér líður alltaf vel eftir blóðgjöf, er bara hress og kát,“ segir Lilja Gísladóttir sem gaf blóð hjá Blóðbankanum á Glerártorgi í 50. sinn nýverið. Lilja hefur reglulega gefið blóð undanfarin ár.  Hún fagnaði sextugsafmæli sínu á fullveldisdaginn, 1. desember síðastliðinn og hefur góð markmið varðandi blóðgjafir til framtíðar litið.

Lesa meira