
Listasafnið á Akureyri: Mysingur 10
Á morgun, laugardaginn 19. júlí, kl. 15 verður Mysingur 10 haldinn á útisvæði Listasafnins á Akureyri. Tónleikarnir fara fram á lokadegi Listasumars 2025 og fram koma Bjarni Daníel og Drengurinn fengurinn. Enginn aðgangseyrir er á tónleikana og hægt verður að kaupa veitingar frá Ketilkaffi á svæðinu. Tónleikarnir eru hluti af Listasumri 2025 og unnir í samstarf Listasafnsins á Akureyri og Akureyrarbæjar.